Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 37

Réttur - 01.06.1942, Page 37
að verkalýður Noregs og Islands geti bráðlega hafið nána samvinnu á grundvelli endurheimts frelsis. Ennfremur lýsir þingið aðdáun sinni á hetjulegri baráttu Sovétþjóðanna gegn ofbeldi nazismans. 3. þing Sósíalistaflokksins.' 3. þing Sósíalistaflokksins var sett í Reykjavík strax af afloknu þingi Alþyðusambandsins. Aðalmál- ið sem þingið tók til meðferðar var stjórnmálavið- horfið og verkefni flokksins. Önnur mál þingsins voru: Verkalýðsmálin, málefni bænda og fiskimanna og samvinnumál. Um öll þessi mál voru gerðar sam- þykktir sem hafa mikla þýöingn fyrir starf flokksins á þessum sviðum. Þingið samþykkti eftirfarandi skilyrði fyrir þátt- töku flokksins í ríkisstjóm. I. Ráðstafanir gegn dýrtíðinni. 1. Stefnuskrá Sósíalistaflokksns gegn dýrtíð og upplausn sé framkvæmd. II. Endurbætur til handa alþýðu. 2. Alþýðutryggingamar verði stórum endurbættar. Elli- tryggingunum breytt í samræmi við frumvarp Sósíalista- flokksins. Atvinnuleysistryggmgum komið á, svipuðum þeim, sem felast í frumvarpi Sósíalistaflokksins. Bættur aðbúnaður fyrir gamalmenni böni og sjúklinga. 3. Framfærslulögin endurskoðuð og komið í svipað horf og lagt er til í frumvarpi Sósíalistaflokksins. 4. Samþykkt verði á Alþingi lög um 8 stunda vinnudag, hvíldartími sjómanna á togurum lengdur upp í 12 stundir á sólarhring og gerðar ráðstafanir til aukins öryggis og vinnuvemdar fyrir sjómenn á öllum flotanum og annan verkalýð. 5. Ákvæði vinnulöggjafarinnar, sem hefta athafnafrelsi verkalýðsfélaganna, verði afnumin. / 101

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.