Réttur - 01.06.1942, Page 38
6. Ráðstafanir verði gerðar til að bæta úr húsnæðisskort-
inum, svo sem skömmtun húsnæðis, hagnýting byggingar-
efnisins til íbúðarhúsa fyrir almenning o. s. frv.
7. Ráðstafanir gerðar til eflingar landbúnaðinum í sam-
ræmi við þingsályktunartillogu Sósíalistaflokksins frá
síðasta. Alþingi. Jarðræktarlögunum breytt í það horf, er
farið var fram á í frumvarpi Sósíalistaflokksins á Alþingi
8. Ráðstafanir séu gerðar til að tryggja smáútvegsmönn-
um fullt verð fyrir afurðir sinar og útvega samtökum
þeirra ski.pakost, svo að þeir geti sjálfir flutt fisk á erlend-
an markað. Jafnframt sé séð fyrir því að stöðugt sé nóg
beita á öllum útgerðarstöðum, tryggð geymsla fyrir hana
og komið í veg fyrir okur með beitu og aðrar nauðsynjar
útgerðarinnar. Ennfremur séu gerðar ýmsar aðrar nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að tryggja hagsmuni fiski-
manna í samræmi við ályktun 3. flokksþingsins um sjávair-
-útvegsmái.
III. Mennin,garmál.
9. Ný stefna verði tekin upp í menntamálum til þess að
efla vísindi, listir og bókmenntir og vernda og auka ís-
lenzka þjóðmenningu og alþýðufræðslu. Alþingi taki aftur
inn í 18. grein fjárlaga styrkveitingar til rithöfunda og
listamanna, er felldar voru niður.
IV. Utanríkismál.
10. 1 utanrikismálum sé tekin upp ákveðin stefna með
Bandamönnum og móti fasismanum. Ríkisstjómin gefi út
samúðaryfirlýsingu með Bandamönnum og stuðli að virkri
aðstoð Islendinga við landvarnir íslands í samvinnu við
hemaðaryfirvöldin, ja.fnframt því sem staðið sé á verði
gegn hverskonar yfirgangi erlends valds hér á landi á
sviði Viðskiptamála og stjórnmála. Tekið sé upp þegar í
stað gagnkvæmt stjórnmálasaimband við Sovétríkin. Leitað
sé samninga við Bretland, Sovétríkin og Bandaríkin og
stjórnir annarra frjálsra þjóða um öryggi íslands og trygg-
102
v