Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 39

Réttur - 01.06.1942, Page 39
* ingu fyrir friðhelgi þess og algeru sjálfstæði, er friður verður saminn í styrjaldarlok. V. Atvinnuf ramvæmdir. 11. Nægilegt fé sé veitt á fjárlögum og aðrar nauðsyn- legar ráðstafanir gerðar gegn yfirvofandi atvinnuleysi. Fjármagni þjóðarnnar sé varið eins og kostur er til trygg- ingar atvinnulífinu, kaupa á atvinnutækjum, vélum til út- gerðar og landbúnaðar, bátum skipum og byggingarefni. Framkvæmdir séu hafnar eins fljótt og unnt er á nauð- synlegum byggingum, verksmiðjum og rafvirkjunarstöðv- um. Stórfelldar umbætur gerðar á höfnum, þar sem annars eru góð skilyrði til fiskveiða, hafinn undirbúningur undir stofnun byggðahverfa í sveitum, þar sem skilyrði eru hag- kvæmust o. s. frv. VI. Umbætur á réttarfari og opinberri starfrækslu. 12. Réttarfari og hegningarlöggjöf verði breytt í frjáls lyndara horf. 13. Einfaldari skipan sé komið á starfsmannakerfi ríkis- ins, afnumdar aukagreiðslur og óþörf embætti og launa- lögin endurskoðuð. VII. Framkvæmd þessarar stefnuskrár tryggð. 14. Nauðsynlegar breytingar gerðar á framkvæmdavald'- inu, embættis- og starfsmannaliði rikisins og opinberra stofnana til þess að tryggja framkvæmd þeirrar stefnu og þeirra verkefnai, sem hér hafa verið talin. 15. Ríkisstjómin styðji sig við og hafi samráð við sam- tök fólksins og bandalag þeirra samtaka, verkalýðsfélög, samvinnufélög, menningarfélög, stjórnmálafélög og önnur, er sameinast vilja um þessa stefnuskrá. Sem víðast á landinu verði myndaðar sameiginlegar nefndir slíkra sam- taka, sem ríkisstjómin hafi náið samstarf við. 16. Verði ágreiningur, sem leiðir til samvinnuslita, skuld- 103

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.