Réttur - 01.06.1942, Síða 40
bindur ríkisstjómin sig til að leggja málið undir dóm þjóð-
arinnar með því að rjúfa þing og ganga til nýrra kosninga.
Þingið feLuir miðstjóminni og þingmönnum flokksins að
skilgreina nánar einstök atriði þessara skilyrða, í samræmi
við stefnu þingsins, í væntanlegum viðræðum við aðra
flokka.
Samtímis þessum skilyrðum samþykkti þingiö eft>-
irfarandi ályktun:
3. þing Sósíalistaflokksins lýsir samþykki sínu við stefnu
miðstjómar og flokksstjómar á því tímabili, sem liðið er
síðan 2. þing flokksins var háð og fagnar þeim miklu sigr-
um, sem flokkurinn hefur unnið á þessu tímabili og sigram
verkalýðssamtakanna á þeirri braut, sem flokkurinn hefur
varðað.
Þeir tímar, sem nú era framundan, fela í sér miklar
hættur og hin erfiðustu viðfangsefni, sem flokkurinn þarf
að leysa til þess að tryggja og hagnýta þá sigra, sem
unnizt hafa. Sigrar SósíaJistaflokksins og aukinn styrk-
leiki verkalýðsins veldur yfirráðastéttinni nú svo miklum
örðugleikum, að hún verður að horfast í augu við djúptæka
kreppu í stjórnarfari sínu. Það er ekki hægt að hverfa
að áfturhaldsstefnu þjóðstjómarinar eins og sakir standa
Til þess er verkalýðsstéttin of sterk og samhent og and-
staða alþýðunnar, sem fylgir Framsóknarflokknum og
Alþýðuflokknum of mikil. Sigur Sósíalistaflokksins og
stefnu hans í verkalýðssamtökum hefur komið í veg fyrir
að hægt sé að mynda nýja afturhaldsstjórn á borð við
þjóðstjómina, eins og nú er ástatt.
Afturhaldið og stríðsgróðavaldið þarf nú á því að halda
að skapa sér hlé 'um nokkurt skeið, til þess að undirbúa
að nýju sókn sína á hendur verkalýðnum þegar tækifæri
gefst, þegar atvinna minnkar aftur og skilyrði verða
hagkvæmari til að láta til skarar skríða. Öll stjómlist
þeirra miðast því við að komast að stundarsamkomulagi
104