Réttur - 01.06.1942, Side 42
Stjómarkreppa.
Þegar ríkisstjórn „Sjálfstæöisflokksins“ hafSi beö-
ist lausnar að afloknum kosningum, kvaddi ríkis-
stjóri formenn flokkanna á sinn fund og fór þess
á leit viö þá, að þeir tækju upp umræöur um sam-
stjórn allra flokka. Allir flokkar féllust á það og til-
nefndu 2 menn hver til aö ræöa um málið. Stóðu
umræður þessar alllengi. Sósíalistaflokkurinn, Al-
þýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn lögöu all-
ir fram málefnagrundvöll fyrir samræður þessar, en
Sjálfstæöisflokkurinn engan. Það kom brátt 1 ljós,
aö þjóðstjórnarflokkarnir gömlu vildu ekki ganga
að veigamestu skilyrðum Sósíalistaflokksins. Þeir
vildu ekki ganga að skeleggustu ráðstöfununum gegn
dýrtíðinni, sem hlutu að verða á kostnað yfirstétt-
arinnar. Þeir streittust gegn stefnu hans í utan-
ríkismálunum. En ákveðnast beittu þeir sér þó gegn
kröfum hans um tryggingu á framkvæmd stefnu-
skrárinnar. 16. skilyrðið, um aö ágreiningi, sem
leiddi til samvinnuslita yrði skotið undir dóm þjóð-
arinnar töldu þeir frágangssök.
Ríkisstjóri hefur nú skipað bráðabirgðastjóm
utanþingsmanna, sem ætlað er að fari meö fram-
kvæmdarvaldið þar til tekizt hefur að mynda rik-
istjórn, er hefur stuöning meirihluta Alþingis. Ráð-
herrarnir í stjórn þessari em: Björn Þórðarson lög-
maöur, Vilhjálmur Þór bankastjóri, Björn Ólafsson
stórkaupmaður og Jóhann Sæmundsson læknir.
Samtímis því, sem stjórn þessi var skipuð snéri
Sósíalistaflokkurinn sér til hinna flokkanna allra
og fór þess á leit að þeir tækju upp samstarf á Al-
þingi um afgreiðslu margra umbótamála ogaðkallandi
vandamála, sem flokkarnir hefðu lýst fylgi sínu við,
og væri því nægur þingmeirihluti til að hrinda í
framkvæmd, ef alvara fylgdi. Jafnframt tjáði flokk-
urinn Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum, að
106