Réttur - 01.06.1942, Side 49
landaaukning Araba; aðrar landvinningar Islams
voru verk Tyrkja.
Ekki verður annað sagt, en að mikil þáttaskipti
hafi orðið í sögu Evrópu með þessu arabíska heims-
veldi. Kirkjan og hinn kristni heimur hafði beðið
mikið afhroð, en fékk ekki rönd við reist. Kóraninn
og arabísan réðu nú ríkjum þar, seni Biblían og
latínan höfðu verið einráð áður. En það var gifta
heimsins, að þessir vígreifu arabísku trúboðar fóru
ekki eldi um þá menningu, sem orðin var gróin í
Miöjarðarhafslöndunum. Þaö var sérstaklega á tveim
sviðum, að Arabar héldu uppi sögulegum erfðum
hinnar grísk-rómversku menningar: í verzlun og
vísindum. Þessar aldir, sem hér um ræðir, eru venju-
lega kallaöar myrkuraldir sögunnar. 1 hinum ungu
þjóðlöndum Evrópu hokruðu menn á sinni torfu,
verzlun og viðskipti voru lítil, peningaverzlun enn
sjaldséðari. En í ríki Araba eru stórvirki unnin í
vega- og brúargerð, áveitur gerðar, garðrækt í mikl-
um blóma, þeir grafa fyrir brunnum í eyöimörkun-
um og skipuleggja karavanaflutninga. Kaupmenn
þeirra eru allsstaðar á ferli, á Rauöáhafi, Persaflóa
og Indlandshafi. Þeir eru á öllum verzlunarleiðum
Mið-Asíu og Indlands, í Kanton eiga þeir arabíska
verzlunarnýlendu. í Kína kynnast þeir áttavitanum
og flytja hann til Evrópu, þar læra þeir einnig
pappírsgerð, en fullkoma hana og búa fyrstir manna
pappír úr líni. Þeir reka einnig verzlun upp um allt
Rússland og til Eystrasalts, þáðan fá þeir skinna-
vöru, vax og hunang. Á Gotlandi hafa fundizt þús-
undir arabískra mynta, sem eru glöggur vottur um
verzlun þeirra við Noröurlönd. í borgum Miðjaröar-
hafslandanna er iðnáður í miklum uppgangi, vís-
indi Grikkja eru til vor komin um hendur
Araba. Þetta er hinn glæsilegi heimur Arabaríkis-
ins, sem hvílir í þrautræktaðri menningu Miðjarð-
113