Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 50

Réttur - 01.06.1942, Page 50
arhafsins. Hin kristna Evrópa hataöi auóvitaö þenn- an heim hins bölvað’a Múhameös, en hún gat ekki annaö en leitað til hans um flest þau, er snerti fegurð og fágun andans og líkamans. Krydd, skraut- klæöi og aörar munaöarvörur riddaranna komu frá Aröpum, einnig reykelsi hinnar kaþólsku messu. Og kristnir lærdómsmenn uröu að leggja lykkju á leið sína og halda til Suöurlanda í menntaleit. Um áriö 1000 sat á páfastóli Sylvester 2. Hann var læröur suður í háskólum Sevillu og Cordobu. 3.) Hin arabíska menning, sem draup yfir Evrópu, æsti upp sultinn i hinni herskáu yfirstétt Ev- rópu, veraldlegum og kirkjulegum aöila. Það fór aö vakna sú hugsun í Evrópu, hvort ekki mætti sækja þau heim, þessi auðugu töfralönd suöursins. Kirkj- unni var þaö mikiö áhugamál aö fá rétt við hlut sinn á þessum fornu slóöum frumkristninnar, auk þess, sem hún gat grátið þaö þurrum tárum, er hinn ódæli riddaralýður fékk svalað vígalöngun sinni og honum var tekið blóö í þjónustu, sem tryggði sjálfum þeim eilíft líf, en kirkjunni nýjar sálir og biskupsdæmi. En þar við bættist, aö kristn- ar verzlunarborgir á ítalíu voru nú óöum aö rétta sig úr kútnum eftir hiö pólitíska og atvinnulega hrun þjóðflutninganna. Borgir á Suöurítalíu, Gaeta og Amalfi, Napoli og Salerno höfðu um stund rekið skæruhernaö viö arabíska víkinga, sem höföu byggt sér hreiður á ströndum og eyjum Miðjaröarhafsins og gerðu kristnum siglingum allt til bölvunar, sem þeir gátu. Frá lokum 10. aldar má því sjá þess glögg merki, aö baráttan um Miöjaröarhafiö er aö hefjast á nýjan leik. Baráttan hófst á Sikiley, miö- depli hafsins. Þar höfðu haldizt nokkrar leifar kust- urrómverskrar stjórnar, en Arabar voru þar mjög um- 114

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.