Réttur - 01.06.1942, Qupperneq 51
svifamiklir. Þá kemur þriðji aðilinn i leikinn, nor-
mannahöfðingjar frá Normandí, sem skapa lénsríki
á Suðurítalíu og leggja undir sig Sikiley um 1031.
Normannar þessir höfðu jafnvel í ráði aö breiða út
veldi sitt austur á bóginn á kostnað austurróm-
verska ríkisins. í Sikileyjarríkinu óx upp mjög merki-
lég menning, sundurleit mjög, af grískum, germönsk-
um og norrænum uppruna.
í lok 1Q. aldar hófust hinar miklu herferðir hinnar
evrópsku yfirstéttar á hendur hinmn vantrúuöu. Aö
ytra útliti voru krossferðirnar oftlega líkastar
sefasjúkum múghreyfingum; en í rauninni var þetta
einhver stórkostlegasta tilraun tvístraörar Evrópu til
aö ná aftur á sitt vald hinum auöugu héröðum hins
gamla Rómaveldis og miöstöövum iönaðar og verzl-
unar. Takmarkið var að ná hinum helgn stöðiun
kristninnar undan Islam. Þetta tókst að vísu um
stund Fyrir botni Miöjarðarhafsins reis upp fjöldi
kristinna smáríkja, þar sem lénsskipulagiö náöi mest-
um þroska. Hinn kristni aðall flutti með sér allar
riddaralegar erjur og pólitíska sundrun heimahag-
anna, hann gat ekki sameinaö þennan litla hluta
Miöjaröarhafsins, hvaö þá heldur, að hann gæti
unniö nýtt Rómaveldi. Þessi kristnu smáríki héld-
ust í tvö hundruð ár, en í lok 13. aldar var veldi
þeirra lokið. En þýöing' krossferðanna veröur ekki
metin af þessu. Þaö skipti mestu máli, að verzlun-
arborgir ítalíu, Venezía, Genúa og Písa fengu á þess-
um öldum krossferðanna olnbogarúm á Miöjaröar-
hafinu. Þessar auðugu verzlunarborgir nota kross-
feröirnar atvinnu sinni til framdráttar, leggja und-
ir sig eyjar og borgir á austanveröu Miöjaröarhafi,
stofna nýlenduríki. Þær skapa gríðarmikinn verzl-
unar- og herflota og tryggja sér skipaleiöirnar gegn
áleitni arabískra víkinga. Þær hafa auðvitaö ekki
bolmagn til þess aö taka upp landvirininga í stór-
115