Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 53

Réttur - 01.06.1942, Page 53
hlutverk Habsborgara við' Dóná og Rómanóvanna viö Neva aö varpa af sér oki Tyrkjans. Tyrkja- soldán fékk um langan aldur setugrið á Miöjaröar- hafinu, þrátt fyrir fádæma óstjóm í flestum löndum hans. Orsökin var fyrst og fremst sú, að þáttar skipti höföu orðið í verzlunarleiöum Evrópu. Fund- in- Ameríku í^lok 15. aldar, sjóleiðin til Indlands um Afríku, gerðu Miðjaröarhafið að ómerkilegu innhafi, þar sem tyrkneskir víkingar og rángjarn óaldarlýður ól aldur sinn. Sjóveldi Venezíu hnignaði þegjandi og hljóðalaust, hún missti nýlendur sínar og verzlunarstöðvar 1 hendur Tyrkjasoldáns, verzlun- in á hinum gömlu karavanaleiöum austur í Asíu þvarr. Sjóveldi hins nýja tíma voru ekki einstakar verzlunarborgir og sjálfstæðar, heldm’ hin miklu þjóðríki, er myndazt höfðu í Vesturevrópu og sneru sjónum að Atlanzhafi. Hin miklu innhöf Evrópu, Eystrasalt og Miöjarðarhaf, missa sögulega þýöingu sína. Nú leita sjófarendur Spánar, Portúgals, Eng- lands og Niðurlanda út á Atlanzhafið, stofna ný- lendur í Ameríku, þræöa strendur Afríku, leggja langa. lykkju á leið sína til Indlands, breyta með öllu verzlunarleiðum vera,ldarinnar. Á meðan að stóð á þessum miklu landafundum og landnámi í fjörr- um heimsálfum, höfðu hin ungu þjóðríki og verzlun- arveldi Evrópu lítinn hug á hinu íslamska innhafi. Viðburðir á þeim slóðum eru hreppapólitík, sem eng- an varðar um nema íbúa þar. Eitt ríki hefði þó átt aö láta sig nokkm skipta þróunina á Miðjaröarhafi. Það var ítalía. En ítalía var á þssum árum ekkert annað en landfræöilegt hugtak, margklofið í öfundsjúk smáríki. Þegar stór- 0 veldi Evrópu fara á nýjan leik að huga að Mið- jarðarhafinu, löndum þess og v’ðfangsefnum, þá eru þaö lönd, sem liggja að litlu leyti að því. Rúss- land er eitt fyrsta stórveldi, sem reynir að kom- 117

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.