Réttur - 01.06.1942, Page 62
haföi Engíand fengið í sínar hendur hið ágætasta
land til baðmullarræktunar; enskur baðmullariön-
aður hefur síðan að miklu leyti hvílt á vinnu hinna
þurftalitlu bænda Egyptalands — fellahanna.
Á austurhluta Miðjarðarhafsins leit því svo út í
lok 19. aldar, að fáum mundi þýða að reyna afl sitt
við Bretland hið mikla. Frakklandi þótti auðvitað súrt
í brotið, er svo vænir bitar höfðu farið í aðra. En
þaö fékk ekki að gert, og þótt oft væri grunnt á
því góða meö Frakklandi og Englandi á síðasta tug
aldarinnar, þá vildi Frakkland samt ekki spenna
bogann svo hátt, að stríð myndi af hljótast, í byrj-
un þessarar aldar, 1904, sættust Frakkland og Eng-
land á nýlenduerjur sínar. Sáttmálinn, sém bæði
löndin gerðu með 'sér skipti bróðurlega löndum og
áhrifasvæðum í Norður-Afríku. Frakklandi var gef-
inn laus taumur í Marokkó, England fékk sömu íviln-
anir í Egyptalandi. Þýzkaland þóttist illa svikið, því
aö það átti þegar mikilla fjárhagsmuna að gæta í
Marokkó, en fékk þó ekki að gert, og þegar Frakk-
land hertók Marokkó 1911 hristi Þýzkaland aö vísu
brandinn, en brá honum ekki.
Ári síðar kom gamallt Miðjaröarhafsveldi, ítalía,
fram á sviðið með sínar kröfur. Það hafði horft rneð
gnístandi tönnum á landtökur Frakka í Túnis, Al-
sír og Marokkó og nú beiö þaö ekki boðanna og
tók Trípólis.
Suðruströnd Miðjarðarhafsins var þannig komin
undir stjórn siðmenningarinnar, þeirra .stórvelda,
sem hagsmuna áttu að gæta á þessu hafi. En á með-
an að þetta hafði gerzt molnaði Tyrkjaveldi að
austanverðu. Hin kristnu lönd á Balkanskaga risu
upp hvert á fætur öðru, fyrst Serbía, þá Grikkland,
Rúmenía og Búlgaría. Tyrkland gat ekki reist rönd
við sjálfstæðishreyfingu smáríkjanna á Balkan, stór-
veldin styrktu þessa frelsishreyfingu, hvert út frá
126