Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 68

Réttur - 01.06.1942, Page 68
svikafullu sendiþý. Nazistamir buðu honum auS og metorö, ef hann vildi auömýkja sig fyrir þeim og aðhyllast þeirra stefnu. Útsendarar nazistanna voru látnir í sama klefa og hann í þeim tilgangi, aö þeir veiktu andlegan þrótt hans og kæmu hon- um til þess aö gefast upp. Þegar nazistarnir fengu engu umþokað með klækjabrögðum, gripu þeir til miskunnarlausra misþyi’minga. Það bar engan árang- ur. Nazistamir reyndu allt til að yfirbuga hann, en skósveinar þeirra, leiguþý og böðlar unnu engan bilbug á Gabriel Peri. Eftir þjáningar margra mánaða dó Gabriel Peri hetjudauða. Til hinztu stundar bar þetta franska mikilmenni ægishjálm yfir kúgara sína. Hinar frels- isxmnandi þjóðir heimsins mxrnu aldrei gleyma hin- um göfugu, drengilegu orðum í siöasta bréfi hans. Hið mikla andans þrek þessa stórfenglega franska föðurlandsvinar, táknið um kjark hinna frönsku píslarvotta, stendur enn gegn áformum þeirra glæpa-. manna, sem nú misþyrma heilli þjóð og tortíma beztu sonum hennar og dætmm. Gabriel, Peri talaöi fyrir munni frönsku þjóðarinn- ar. Með blóði sínu treysti hann einingu hennar. Með blóði sínu ritaöi hann dóminn yfir fasisman- um. Skömmu eftir aftöku hans gáfu franskir föð- urlandsvinir út flugrit, sem var dreift á laun í París og öðrum hlutum Frakklands. í því var tilkynnt, að þjóðfylkingin franska væri grundvölluð á einu sameiginlegu takmarki: frelsi Frakklands, af mörm- um, er aðhylltust hinar ólíkustu lífs og stjórnmála- skoðanir. Franska þjóðfrelsisfylkingin er mynduð af fylgj- endum de Gaulle, kaþólskum mönnum, kommún- istum, bændum, verkamörmum, listamönnum, rit- höfxmdum — mönnxim úr öllxim stéttum hins vinn- andi fólks. Lokasigur hennar er tryggðxu. 132

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.