Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 78

Réttur - 01.06.1942, Page 78
inni, er hann reit í „rHumanite“ áöur en blaöiö var bannaö, 2. ágúst 1939, segir haftn: „Frakkland er síðasta vígi frelsisins“ og skoraði á þá, sem kæmu fram erlendis í nafni Frakklands, aö gerast tals- menn hins stríðandi lýðræðis, sem „metur meira þjóö- legar erfðir og lýðfrelsið, en að verja stéttarfor- réttindi“. Þessi orö voru rituð aöeins mánuöi áöur en stríðið brauzt út, eftir að landamærin milli Frakk- ands og Spánar höfðu veriö gefin á vald Hitlers og Mússolinis, eftir aö Pólland var skilið eftir eitt og umkringt og eftir að fransk-rússneski sáttmálinn sem jafnvel á síðustu stundu hefði getaö bjargað Frakklandi, haföi að fullu veriö rofinn — samkvæmt fyrirskiptm frá Berlín. Óveörið var þegar skollið yfir Frakkland og áform fimmtu herdeildarinnar um kúgun fólksins voru framkvæmd. Frakkland þjóðfylkingarinnar, undir kjörorðunum: friður, brauð og frelsi, var ekki lengur til. Frakkland hinna tvö-hundruð-fjölskyldna hafði sigrað. Kommúnistaflokkurinn var bannaður, „l’Hu- manite“ bannað, starfsmenn Kommúnistaflokksins fangelsaðir, hin þróttmiklu verkalýðssamtök leyst upp og trúnaðarmönnum vinnustöðvanna vikið frá starfi, einræði var komiö á og prentfrelsiö gert svip- ur hjá sjón. Skortur og þrældómur varö hlutskipti verkamanna á sama tíma sem gróðabrall og alls- konar spilling margfaldaðist. Eitt ákvæði þeirra einræðislaga, sem út voru gefin, lagði dauðarefsingu við málflutningi, er „gæti skað- að varnir ríkisins“. Þannig var að orði komizt, að öll gagnrýni á ríkisstjórnina gæti varðað dauðarefs- ingu. Annað ákvæði sömu laga lagði dauðarefsingu við þeim glæp, að hafa kommúnistaflugrit í fórum sínum. Það varðaði ekki dauðarefsingu fyrir monseur de Wendel að senda fjölda jámbrautarvagna hlaöna 142

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.