Réttur


Réttur - 01.06.1942, Side 81

Réttur - 01.06.1942, Side 81
laust mörg fleiri, sem enn hafa ekki borizt eintök af út fyrir landamæri Frakklands. Á hverjum degi ögra þessi blöð Gestapo, sem með engu móti getur hindrað útgáfu þeirra. Leynilegar prentsmiðjur eru fundnar, fjölritarar geröir upptæk- ir, dreifendur blaðanna teknú’ og skotnir, en hin bönnuðu blöö Frakklands halda áfram að koma út og flytja lesendum sigurvonir, fréttir af baráttunni gegn fasistunum, frá stríði Bandamanna og nákvæm- ar skipulagningarleiöbeiningar um það, hvernig auðveldast sé að eyðileggja áform nazistanna og V ichyst j órnarinnar. Þessi blöð eru rödd hins raunverulega Frakklands — hin eina rödd þess. Og á síöum þeirra lifir hinn stríðandi andi Gabriels Peris. Hvílíka sigurvissu, baráttuþrótt og gætni, þarf tiJ* þess að gefa þessi blöð út! Fréttanna varður aö afla hjá áreiðanlegum andfasistum og búa þær unSt- ir prentun á algerlega leynilegum stöðum. Síöan hefst útgáfa blaðanna sjálfra, sem sennilega fer fram um nætur, í leyniherbergjum við erfið skilyrði. Rómantískir menn skyldu minnast þess, að slíku verki fylgir enginn töfraljómi, heldur hin blákald- asta alvara og gerhygli. Hin minnstu mistök geta kostað lif einhvers félaga. Því næst hefst dreyfing blaðsins, erfiðasta verk- ið. Gestapo er með nefið niðri í öllu, njósnarar Gestapo og útsendarar dyljast á hinum ólíklegustu stöðum. Blaðið er lesið og afhent þeim næsta. Að- eins beztu úrvalsmönnum er treystandi til dreifing- arinnar. Hin leynilegu blöð Frakklands eru sldpuleggjendur frels- isbaráttu allrar þjóðarinnar gegn nazistunum. Hver lína er hárbeitt vopn. Og nazistarnir vita það vel. 145

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.