Réttur - 01.06.1942, Qupperneq 94
vært í landi en áð'ur. Þótt hann ætti ekki fram-
kvæmdarvald að lögum, beitti hann áhrifarétti sín-
um fast. Ari Þorgilsson, sem ólst upp í héraði hans
og skipti við fjölda frænda hans, svo að ekki þarf
að rengja hann, segir að „Skapti haföi lögsögn 27
sumur. Hann setti fimmtardómslög (hæsta rétt
skorti áður) ok þat, at engi vegandi skyldi lýsa víg
á hendr öðrum manni en sér, en áðr vóru hér slík
lög of þat sem í Noregi (skálkaskjól höfðingja,er
komið gátu glæpum sírnun á undirmenn sína). Á
hans dögum urðu margir höfðingjar ok ríkismenn
sekir eða landflótta of víg eða barsmíðir af ríkis
sökum hans ok landsstjórn. En hann andaðisk á inu
sama. ári ok Ólafr inn digri féll----“. Á dögum
ísleifs var herskapur enn svo ríkur í yfirstétt lands-
ins, að „þá lögöusk sumir menn út í víking ok á her-
skip ok mörg endemi tóku menn þá til önnur, þau
er nú mundi ódæmi þykkja, ef menn henti slíkt“,
ritar Hungurvökuhöf snemma á Sturlungaöld um
þetta skeið, sem ýmsir aörir hafa í einfeldni kallað
friðaröld. ísleifur „hafði nauð mikla á marga vegu“
af því, að hann fékk ekki við slíkt ráðið. En hug-
sjómr hans og réttarkröfur Lög-Skafta höfðu fest
rætur.
í samtíð Skafta hillir upp annan stjómanda stór-
brotnari, Ólaf digra, sem féll á Stiklastööum heil-
agur, sveiflandi öxinni Hel og svo reiðulegur, að
Þrændur þorðu eigi „í augu ormfrán sjá honum“,
eins og Árnesingurinn Sighvatur kvað. Annar Ár-
nesingur, verzlunarfélagi Ólafs konungs, sem brátt
varð nefndur hinn helgi eftir dauðann, bar þá tryggð
til mennskra eiginleika dýrlingsins, félaga síns, að
hann kenndi Ara Þorgilssyni að fella aMrei viður-
nefnið, þótt óvinveitt sýndist, af konungsnafni Ólafs
digra og brúaði með því biliö milli heiðins skilnings
og skilnings Snorra Sturlusonar á konungi síðar..
158