Réttur - 01.06.1942, Qupperneq 97
hann kom því fram, at fé allt var virt með svar-
dögum, þat er á íslandi var, ok landit sjálft ok tí-
undir af gervar — —Grannþjóðir komu ekki á
tíund svo fljótt og friösamlega og sízt svo róttækri
sem hér. Erlendis var hún 10% tekjuskattur á fram-
leiðslu bænda og fleiri vinnandi stétta, en til eigna
efnamanna náði hún víðast miklu minna (helzt sem
höfuðtíund eigna einu sinni á ævi manns). Tíund
Gissur var (skiptitíundin) 1% af hVer kyns eign-
um, skartgripum jafnt sem óöalseignum, „ok undra
ek mik“, mælti Loöinn leppur hinn norski síðar um
hana, „hví landsbýit þolir yðr slíkar óhæfur ok gerit
eigi norræna tíund aðeins, þá sem gengr um allan
heiminn ok einsaman er rétt lögtekin“. Einn fjórð-
ungur tíundar hvarf til biskups (m. ai. til mennta-
skóláhalds), annar til kirkna, þriðji til prestanna,
fjórði til þurfamannaframfæris innan hvers hrepps-
Astæðan til þess, að höfðingjar féllust á tíundina,
var sú, aö þeir áttu flestir kirkjur og annaðhvort
þjónuðu þeim sjálfir eða höfðu til þess kauplágan,
réttindalítinn prest og hirtu sjálfir fyrir þetta helm-
ing allrar tívmdar. Hún varð þeim geysileg auðs-
uppspretta, er stundir liðu. Tíundarfrelsi keyptu þeir
sér margir með því að gefa kirkjunni jarðir sínar og
nokkurn búpening og áskilja. sér og niðjum sínum
forræði þess. Enga tíund þurfti að gjalda af „kirkju-
eign“ slíkri né af goðorðum, þótt tekjur gæfu. Al-
múginn hlaut þessa skattabyrði án hagsbóta nema
að því leyti, sem þurfamannaframfærið var skipu-
lagt, (merk umbót borin saman við ástand meö
grannþjóðum þá). Eigi skyldi ómögum fé ætla og
draga þáð frá tíundinni, og innheimta mátti hana
með hörku mikilli. Tíundarlögin 1096 voru, í fám
orðum sagt, samningur háklerka og höfðingja um
sameiginlega, lögbundna arðnýting þeirra á þjóö-
inni og um skipting þess arðs milli sín til að halda
161