Réttur


Réttur - 01.06.1942, Page 100

Réttur - 01.06.1942, Page 100
hataö ranglætið, því dey ég í útlegö“. Það réttlæti, sem þeir trúa á, hlýtur aö sigra eins og réttlæti píslarvottanna fyrr. Hinar alþjóðlegu hugsjónir grípa íslenzku æskuna enn öflugar en þær gripu fyrstu námspiltakynslóðina í Skálholti og Haukadal, og þeir vita, aö eina tryggingin fyrir því, að þær verði ís- lenzkt þjóðmenningarafl, er eins og þá, aö þjóöin skilji vitjimartímann sjálf, komi á byltingu sinni sjálf. í stað kirkjunnar, baráttutækis þeirra tíma, sem spilítist og varð yfirstéttarþerna, gerir vinnandi þjóðin sér margvísleg betri baráttutæki og velur sér leiðtoga. Á fjölmennustu samkomum má víða líta hina sömu sýn, þar sem eftir leiðtoganum er beðið: Unglingur stendur að höfði öldungsins reynda og verður honum vitrari, skilur spakmæli hans við ljós hinna nýju hugsjóna og er stórt í hug, því að stór- lyndi Guðrúnar brennur honum í blóði, dirfska Þor- steins, líklegast einnig hæglátur hefndarþungi Flosa, — af þeim mun hann ættaöur. Frá altari réttlætis reika bilandi leiðtogar með brostnar vonir og bana sinn í stjórnmálum fram undan. Æskumaðurinn hugumstóri bíður leiðtogans meö þi’ek og hamingju Gissurar ísleifssonar. Bjöm Sigfússon

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.