Réttur - 01.01.1954, Page 3
Guatemala og Island
eftir ÁSGRÍM ALBERTSSON
Um það leyti sem við íslendingar héldum hátíðlegt 10
ára afmæli lýðveldisins á s.l. vori, komst smáríki eitt í Mið-
Ameríku á forsíður flestra blaða heimsins vegna atburða,
sem þar voru að gerast. Nafn þess er Guatemala.
Land þetta er lítið eitt stærra en Island. Það er eins og
1/171 hluti Bandaríkjanna eða á stærð við fylkið Pennsyl-
vaniu. Ibúatala þess er eitthvað milli 3 og 4 milljónir eða
rétt aðeins hærri en Noregs.
Það vildi einmitt svo til, að á þessu ári átti Guatemala
líka merkilegt 10 ára afmæli. Árið 1944 kom þar til valda
lýðræðisleg umbótastjórn, einskonar nýsköpunarstjórn.
Stjóm þessi setti sér það markmið að hefja þjóðina úr
þeirri niðurlægingu nýlenduáþjánar, sem hún hafði orðið
að búa við um langan aldur. I þessari baráttu hafði stjórnin
náð mjög mikilvægum áröngrum, svo miklum, að rík á-
stæða hefði verið til að halda þetta afmæli hátíðlegt. En
þess varð í reyndinni minnst með nokkuð annarlegum hætti.
Á þessum 10 árum hafði stjórnin getað losað landið úr
öllum erlendum skuldum og komið gjaldeyri þess á tryggan
grundvöll. Viðskiptajöfnuður við útlönd var orðinn hag-
stæður og fé til nýsköpunarframkvæmda var fengið með
innlendum lánum. Framleiðslan hafði þrefaldast, ríkistekj-
urnar höfðu einnig þrefaldast og fjárframlög til menning-
armála sjöfaldast.