Réttur - 01.01.1954, Síða 10
10
RÉTTUR
ferðirnar eru misjafnlega harkalegar, misjafnlega opin-
skáar, en tilgangurinn er alstaðar sá sami. Hvernig ættu
líka bandarísku auðmennirnir, sem arðræna og kúga sína
eigin þjóð, sem beita hverskyns lævíslegum brögðum til að
halda henni í pólitískum vanþroska, sem viðhalda skefja-
lausum kynþáttaofsóknum og misrétti, hvernig ættu þeir
að koma betur fram gagnvart öðrum þjóðum, þegar sömu
hagsmunir eru í veði?
Við Islendingar megum mikið læra af atburðunum í
Guatemala. Það stórveldi, sem nú hefur brotið frelsi þess
lands undir sig og komið þar á sannkallaðri ógnaröld, hefur
nú um langt árabil verið að seilast meir og meir til valda
hér á landi. Undir herópinu um kommúnista og Rússa hef-
ur þessu stórveldi tekizt, fyrir tilstuðlan sviksamra stjórn-
málamanna, að skerða verulega fullveldi þessa lands. Það
hefur komið hér her á land og lagt undir sig stöðvar, þar
sem það hefur skapað sér ríki í ríkinu. Það sem fyrir því
vakir er ekki einungis, að skapa sér hernaðaraðstöðu í því
stríði, sem það dreymir um gegn alþýðuríkjunum, heldur
er einnig tilgangurinn að skapa amerískum auðhringum
gróðaaðstöðu hér á sama hátt og í Guatemala.
Spurningarnar, sem við eigum að svara, eru þessar: Er
ekki nóg komið? Eigum við að láta ríki, sem sýnir sig
að slíkum fantabrögðum gagnvart smáþjóð, ná meiri fót-
festu hér á landi? Er ekki hættan þegar orðin nóg á því,
að hér geti endurtekið sig það sama og í Guatemala, ef
íslenzk alþýða skyldi ákveða að endurheimta það, sem
fargað hefur verið af sjálfstæði hennar? Við vitum, að
hér á landi er ekki skortur á mönnum á borð við Armas,
Diaz og Monzon í Guatemala. Stærsti og valdamesti stjórn-
málaflokkur landsins stendur í nánum tengslum við hið
erlenda stórveldi og innrásarlið þess og hefur sýnt sig
reiðubúinn til að inna af hendi hverja þá þjónustu, sem
það hefur farið fram á og hann verið fær um að veita.
Eigum við að láta þessum aðilum takast, að tryggja enn
aðstöðu sína, eða á að snúa við og reyna að endurheimta
*