Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 17

Réttur - 01.01.1954, Page 17
RÉTTUR 17 hélt að það væru eintómar kvarnir í höfðum íslendinga og hann hefði tjóðrað þá á marshall-klafann til eilífðar. En vetrarverkfallið mikla 1952, allsherjarverkfall 20.000 verka- manna og verkakvenna, sýndi yfirstéttinni og ameríska hervald- inu hvar það vald var, sem gat boðið þeim byrginn og þorði það. Þjóðin sá að til var vald, sem ameríski herinn varð að beygja sig fyrir. Alþýðan sá, að hún átti sjálf krafta í köglum, að sam- takamáttur hennar gat frelsað hana, ef hún beitti honum rétt. Stolt hennar óx. Undanhald amerísks hervalds og íslenzkrar yfir- stéttar byrjaði. Og þegar friðaröflin samtímis unnu á úti í heimi: Friður knúinn fram í Kóreu, friði komið á í Indó-Kína gegn vilja Ameríkana, þá gripu jafnvel þeir, sem gerst höfðu sekir um hernámið 1951, til þeirrar átyllu „að nú liti friðsamlegar út í heiminum", til þess að geta mælt með því að hernáminu lyki. Andúðin á hernámi amerísks valds á íslandi er nú orðin svo mikil að það er raunverulega aðeins spurningin, hve fljótt þjóð- inni gengur að losna við innrásarherinn. Jafnvel amerískir stjórn- málamenn eru farnir að gera sér það ljóst. En þótt amerískt auðvald verði knúið til undanhalds á einu sviði, mun það reyna að ná tökum sínum á þjóðinni á öðrum sviðum. Það mun jafnhliða því, sem það reynir að halda herstöðv- unum undir einhverskonar grímu^ þótt hernámssamningnum sé sagt upp, reyna að ná fótfestu á íslandi meff auðmagni sínu. Og það er ekki síður hættulegt en herstöðvarnar. íslenzk verklýðshreyfing verður að hindra það að amerísku auð- hringarnir nái fótfestu á íslandi. Hættan vofir þegar yfir. Þeir flokkar, sem verið hafa hlýðnastir amerísku hervaldi á undan- förnum árum, hafa þegar hafið áróður fyrir því að amerískum auðfélögum séu veitt sérréttindi hér um atvinnurekstur. En það er vitað að fái amerískir auðhringar einu sinni slík ítök hér, t. d. til aluminíumframleiðslu eða annars slíks, þá eru þeir orðnir ríki í ríkinu og halda áfram að sölsa undir sig auð og völd. Til þess eru vítin að varast þau: Vér íslendingar höfum séð hvernig amerískir auðhringar haga sér í þeim löndum þar sem þeir ná tökum. Guatemala er gleggsta raunin. Þeir skirrast ekki við að skipuleggja uppreisn gegn löglegri stjórn landsins eða vopnaða innrás, til að þurrka út lýðræði, lög og rétt, ef þeir álíta hags- 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.