Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 18

Réttur - 01.01.1954, Page 18
18 RÉTTUR munum sínum hættu búna eða finnst viðkomandi ríkisstjórn ekki nógu þæg sér. Framsýnustu menn í fossamálum íslands, þeir Guðmundur Björnsson landlæknir, Jón Þorláksson og Bjarni frá Vogi, komu í veg fyrir það um 1920 að fossaafl íslands yrði ofurselt erlendum auðhringum. Nú vinna hinsvegar ýmsir forkólfar núverandi stjórn- arflokka að því að veita auðhringavaldi Ameríku aðstöðu hér á íslandi, sem yrði stórhættulegt jafnt efnahagslegu sem pólitísku sjálfstæði þjóðarinnar. Alþýða íslands verður að hindra að þessi áform auðvaldsins takist. Hitt er annað mál, að erlend lán, tekin til uppbyggingar arðsamra atvinnuvega með hæfilegum vöxtum og sæmilegum greiðsluskilmálum og án allra pólitískra skilyrða, geta verið þjóðinni léttir í lífsbaráttu hennar og beinlínis stórfelld lyftistöng atvinnulífi hennar, ef arðrán felst ekki í vaxtabyrði þeirri, sem þarmeð er lögð á fólkið. Ameríska auðvaldið hefur þegar sýnt fjandskap sinn gagnvart þjóðarheildinni í afskiptum sínum af efnahagsmálunum vegna Marshallsamningsins. Eigi aðeins með því að knýja fram gengis- lækkunina og aðrar aðgerðir fjandsamlegar hagsmunum verka- lýðsins, heldur og með því að reyna að hindra þjóðina í því að eignast þau atvinnufyrirtæki, sem rísa áttu upp samkvæmt Mars- hallsamningnum: áburðarverksmiðjuna og sementsverksmiðjuna. Erindrekar ameríska auðvaldsins knúðu það fram, þvert ofan í vilja þjóðarinnar, að áburðarverksmiðjan skyldi vera hluta- félag, einkafyrirtæki, og brutu til þess skýlaus lagafyrirmæli: frömdu raunverulegan þjófnað á eigum ríkisins. Og sementsverk- smiðjan er enn ekki reist, af því ameríska auðvaldið heimtar að hún sé gerð að einkafyrirtæki en ekki ríkiseign. Þannig reynir ameríska auðvaldið nú þegar að ræna íslenzku þjóðina þeim stóriðjufyrirtækjum, sem hún er að eignast. En í staðinn vill það skapa hér örfámenna auðmannastétt, sem ræður voldugustu fyr- irtækjum landsins og stjórnar landinu í samráði við ameríska auðvaldið. ítök amerísks auðvalds í atvinnulífi íslendinga og í auðmanna- stétt landsins eru sjálfstæði voru hættulegri en yfirráð Hákons gamla yfir einstökum goðorðum og ítök hans í stórhöfðingjum Sturlungaaldar voru forðum. En samtímis því sem íslenzk alþýða verður að verjast ásókn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.