Réttur - 01.01.1954, Síða 22
22
RÉTTUR
skipulag kommúnismans er undanskilið. Það eru braskarar,
sem ráða Sjálfstæðisflokknum, og þeir myndu nota valda-
aðstöðuna án minnstu miskunnar og tillitssemi. Það eru
fávíslegar hugmyndir, sem ýmsir Þjóðvarnarmenn nota til
að réttlæta hjálp sína við íhaldið, að það myndi ekki geta
haldið völdum, nema í eitt kjörtímabil, þá myndu vinstri
öflin sameinast o. s. frv. íhaldið myndi vissulega misbeita
þannig valdinu, ef það fengi það einsamalt, að eftir það yrði
ekki til lýðræði á íslandi nema að nafninu til. Og ekki myndi
horft í það að þiggja erlenda aðstoð, ef völdin yrðu ekki
tryggð með öðrum hætti.“ (Leturbr. Tímans).
Tíminn lýsir því síðan yfir að Sjálfstæðisflokkurinn sé ,,ekki
lýðræðissinnaður íhaldsflokkur", heldur „valdatæki ófyrirleitinna
braskara eins og íhaldsflokkarnir í Suður-Ameríku eru.“
Framsóknarflokkurinn lýsir því yfir með þessu að, ef íhaldið
nái meirihluta á þingi, muni raunverulega komast hér á harð-
stjórn, einskonar fasismi, sem breytzt getur í erlenda hervalds-
stjórn, ef þörf þyki.
Og þessi hætta er raunveruleg.
Ekki svo að skilja að Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er sé
fasistaflokkur. Því fer fjarri. En innan hans er starfandi fasistisk
klíka, sem ræður áróðri hans, eins og hinn andkommúnistiski
Hitlers-stíll Morgunblaðsins ber með sér, og þessi klíka grefur um
sig í dóms-og lögreglumálum, ræður flokkstækinu og myndi, ef
flokkurinn væri einráður í landinu, með frekju sinni, ógnunum
og amerískri aðstoð gera pólitík þeirrar ríkisstjórnar að samfelldri
ofsókn og ofbeldi gegn öllu lýðræði og frjálsri hugsun, sem auð-
vitað allt yrði kallað kommúnismi samkvæmt beztu fyrirmynd-
um. Sú „þróun“ er þegar alllangt komin innan Sjálfstæðisflokks-
ins að gera suma að andlegum .skoðanalausum aumingjum og
aðra að innihaldslausum leikbrúðum, sem sterk, loðin krumla
kippir í og stjómar.
Bollaleggingar Sj álfstæðisflokksins um að ná þingmeirihluta
með minnihluta kjósenda á bak við sig sýna hve rik tilhneiging
þessa flokks, sem alltaf er með „lýðræðið“ á vörunum, er til þess
að hnekkja lýðræðinu og jafnvel afmá það með þingræðið að tæki.
Það sýnir hve grunnt lýðræðisástin ristir. Að visu er Framsókn
með sömu bollaleggingar: að ná þingmeirihluta með aðstoð hægra
arms Alþýðuflokksins, en með minnihluta kjósenda á bak við sig.