Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 23
RÉTTUR
23
Það sýnir að sjálf virðingin fyrir lýðræðinu er litlu meiri þar. En
sá er munurinn, að slík þingmeirihluta stjórn íhaldsins yrði þjóð-
inni stórhættuleg, því allt vald auðs og Ameríkana væri á bak
við hana, — en stjórn Framsóknar og hægri Alþýðuflokks yrði, —
auk þess sem vonlaust væri um að hún næði þeim þingmeirihluta,
sem þyrfti til að mynda hana, — máttlaus jafnt til góðra verka
sem illra, ef hún þættist ætla að reyna að stjórna íslandi bæði
gegn auðvaldi og verkalýðssamtökunum.
Hættan á einræði íhaldsins, alræði harðsvíraðasta hluta auð-
mannastéttarinnar íslenzku og amerísku, er hætta, sem alþýðan
verður að horfast í augu við og afstýra.
Þessi árás auðvaldsins ógnar öllu lýðfrelsi, sem áunnizt hefur
í heillar aldar sókn íslenzkrar alþýðu, — öllu því lýðræði, sem
íslenzk bændastétt sótti í greipar erlends valds, — öllum þeim
lýðréttindum, sem íslenzk verklýðshreyfing hefur með harðri
hendi heimt úr greipum íslenzks afturhalds.
Afstaða alþýðunnar og einkum hins sósíalistiska verkalýðs gagn-
vart ríkisvaldinu hlýtur því að verða tvíþætt á næstunni: Ann-
arsvegar verður alþýðan að einbeita sér að því að hindra að
ríkisvaldið haldi áfram að vera það ráns- og spillingartæki, sem
það nú er yfirstéttinni, og koma í veg fyrir að það verði það í
enn miklu ríkari mæli sem einkatæki íhaldsins til alræðis auð-
valdsins yfir alþýðunni. En hinsvegar verður alþýðan jöfnum
höndum að beita öllu atfylgi sínu til þess að orka á ríkisvaldið,
til að sveigja það til lýðræðis, en skapa samtímis skilyrði til þess
að ná því úr höndum auðvaldsins. Höfuð atriðið í þeirri viðleitni
verður að skapa sem víðtækast samstarf milli verkalýðs, bænda,
fiskimanna, menntamanna og millistétta, samstarf, er einnig nái
til þeirra atvinnurekenda, sem efla vilja heilbrigðan íslenzkan
atvinnurekstur. Slík þjóðareining vinnandi stéttanna gæti þegar
hún væri á komin, náð meirihluta með þingi og þjóð í almennum
kosningum og myndað á grundvelli slíks sigurs framsækna lýð-
ræðisstjórn, er endurheimti þjóðfrelsi íslendinga, verndaði og
efldi lýðræði í landinu og stjórnaði þjóðfélaginu með hag
og heill alþjóðar fyrir augum. Sköpun kosningabandalags þeirra
flokka og samtaka, er að slíku vildu vinna, er hið næsta mikla
hlutverk alþýðunnar. Slíkt kosningabandalag og ríkisstjórn þess
ættu víst atfylgi og hollustu verkalýðssamtakanna, sterkasta
valdsins í landinu. Þegar slík stjórn væri mynduð, myndu aftur