Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 26
26
RÉTTUR
Alþýðan mun setja stolt sitt í það að sýna víðsýni og um-
burðarlyndi, þegar Alþingi, skipað fulltrúum hennar að meiri-
hluta, myndar alþýðustjórn á íslandi. Alþýða fslands gerir sér
fyllilega ljóst, að veröldin öll eigi síður en ísland eitt, þarfnast
friðar og friðsamlegrar þróunar hvers þjóðfélags. Alþýða fslands
mun líta á það sem eitt hlutverk Einbúans í Atfantsál að bera
sáttarorð á alþjóðavettvangi, og hún mun einnig kappkosta að
skapa sætt innanlands, án afsláttar á hugsjónum og hagsmunum
alþýðu, en með virðingu fyrir mannréttindum þeirra, er öðru-
vísi hugsa.
Alþýða íslands mun vissulega gera sér ljóst, hve dygg varðstaða
hennar verður að vera um lýðræði sitt og mannréttindi öll,
hvernig hún verður í sífellu að halda vöku sinni gagnvart aftur-
haldi og einræði og aldrei láta koma sér að óvörum.
En þrátt fyrir alla þá hörku, sem óhjákvæmilega verður í
úrslitabaráttu alþýðustétta við ríkt og harðsvírað auðvald, út-
lent og innlent, þá mun íslenzk alþýða ætíð minnast þess, að þá
reis Alþingi íslendinga hæst, er því tókst að skapa sætt og frið
milli mannanna, er bárust á banaspjót. En þegar sú alþýða, er
órétt hefur þolað um aldir, auðsýnir mildi, samfara festu, sátt-
arhug, samfara hugsjónatryggð, þá er yfirstéttinni nauðsynlegt
að læra það í tíma að sætta sig við ósigur sinn, missi valda og arð-
ránsaðstöðu, án þess að grípa til þeirra óyndisúrræða, sem ein-
kennt hafa amerískt hugsandi yfirstéttir Suður-Ameríku.
★
Sú leið, sem liggur til alþýðuvalda á íslandi við núverandi að-
stæður, myndi vissulega verða skrykkjótt. Vonbrigði myndu
vafalaust oft koma á eftir fögnuði fólksins, aðiljar, sem á var
treyst í atrennu kosninga, myndu bogna er á hólminn kæmu,
einstaklingar, sem á var treyst, falla fyrir freistingum auðs og
valda, sem enn héldust í umhverfinu. En út úr hverri raun mun
alþýðan koma, reynslunni ríkari, sterkari og samhentari en fyrr.
Og alltaf verður haldið aftur af stað „unz brautin er brotin til
enda“. Leiðin sú verður nú ekki eins skáldleg og fögur, ekki eins
svipmikil og hetjuleg og sú braut, er verkamenn hugðust „brjótast
beint“ í byrjun þessarar aldar. En hún verður affarasælust íslandi
— og sú eina, sem er fær, ef heimsfriður helzt.