Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 30
30
RÉTTUR
þeirri eflingu. En hún mun samtímis eigi síður þurfa að berjast
fyrir hinu: að skíra sína samvinnuhreyfingu í eldi baráttunnar
við auðvaldið, að verja samvinnufélagsskap sinn fyrir þeirri spill-
ingu frá umhverfinu, sem sífellt leitar á og síast inn, meðan auð-
valdsþjóðfélagið eða leyfar af því eru til. Það má aldrei gleymast
að samvinnufélög eru sköpuð til að þjóna fólkinu, en ekki til
gróðasöfnunar, sköpuð til baráttu gegn auðhringum, en ekki til
sajnvinnu eða þjónustu við þá. Samvinnustefnan þarf að berjast
gegn auðhyggjunni og þá baráttu verður alþýðan sjálf að heyja,
einnig að leiðbeina fremstu mönnum sínum og fulltrúum, þegar
þeim gleymist hugsjónin og tilgangurinn mikli, fyrir önnum dags-
ins og orrahríðinni um auð og völd. Nauðsyn þessarar baráttu
er deginum ljósari. En jafnframt verður vel að muna hve hentug
samvinnuhreyfingin er alþýðunni í baráttu hennar, vegna þess
hve lýðræðislegt form hennar er, ef lýðræðinu í hreyfingunni er
haldið lifandi, en ekki látið kafna í skriffinnsku og forstjóravaldi.
— íslenzk alþýða á eftir að endurreisa samvinnuhreyfinguna sem
miklu voldugra afl en hún nú er, en um leið sem virka lýðræðis-
lega hreyfingu, helgaða þeirri hugsjón fátækra bænda og verka-
manna er leiddi hana fyrstu sporin, — sterkt tæki fólksins í við-
ureigninni við auðvald og einokun.
Það verður vitanlega eitt af verkefnum alþýðunnar að finna
hentugasta formið fyrir þátttöku verkafólks og starfsfólks í stjórn
þeirra fyrirtækja er það vinnur við og rekin eru með ríkis-, bæja-
eða samvinnurekstri, þannig að saman fari áhugi fólksins á starfi
þessara fyrirtækja og heilbrigð áhrif þess á stjórn þeirra og starf-
semi. '
Hvað verður svo um einkarekstur í þjóðfélaginu? Það er nauð-
syniegt að gera sér Ijóst að í þjóðfélagi, þar sem allir bankar eru
þjóðnýttir á einn eða annan hátt, þar sem öll utanríkisverzlun
er þjóðnýtt með einu eða öðru móti, þar sem öll þau atvinnufyrir-
tæki, sem samkvæmt eðli sínu eða stærð hefðu einokunaraðstöðu
svo sem raforkuver, áburðarverksmiðja, sementsverksmiðja o. s.
frv. væru einnig þjóðnýtt með einu eða öðru móti og ríkisstjórnin
undir beinum áhrifum alþýðusamtakanná, þar stafar engan veg-
inn sú hætta af einkarekstri í verzlun, iðnaði og útgerð, sem ella
gæti orðið.
Einkarekstur og einkarekstur á ekki saman nema nafnið.
Einkarekstur, þar sem einstaklingur vinnur sjálfur við fram-