Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 36

Réttur - 01.01.1954, Síða 36
36 RÉTTUR lýðurinn hefur enn ekki staðið sameinaður í stjórnmálunum og fylkt þar öðrum vinnandi stéttum til samstarfs við sig um að sigra auðmannastéttina í þingkosningum og svipta hana ríkisvaldinu. Auðmannastéttin lækkar því gengið og slær með því tvær flugur í einu höggi, rænir verkalýðinn með aukinni dýrtíð, en veitir hins vegar auðvaldinu innanlands og utan nýjan gróða á kostnað verkalýðs, sparifjáreigenda og millistétta. Því með gengislækkun nær ameríska auðvaldið enn meiri gróða af Islendingum en fyrr, og skuldakóngar íhaldsins fá lækkaðar skuldir sínar, en auðmenn þess fá fasteignir sínar hækkaðar. Hins vegar íþyngir gengis- lækkun smáatvinnurekstrinum svo sem bátaútgerðinni. Gengis- lækkun er því ekki gerð ,,fyrir útgerðina". Hún er aðeins arðráns- aðferð auðvaldsins, enda lét ameríska bankaauðvaldið svo fyrir- mælt í frumvarpi því um gengislækkun, sem það lét íhaldsstjórn- ina leggja fyrir Alþingi 1950 að Landsbankinn skyldi einn skrá gengið og lækka það, ef almenn kauphækkun ætti sér stað. Við það, að verkalýðurinn fengi varanleg áhrif á ríkisvaldið, jafnvel forustu um stefnu ríkisstjórnar, myndi gagnkvæm aðstaða verkalýðssamtaka og ríkisstjórnar taka stakkaskiptum. Verka- lýðssamtökin fengju aðstöðu til þess að koma fram slíkum höf- uðáhugamálum sínum sem því að 8 stunda vinnudagur veitti mannsæmandi lífskjör og gæti alveg fylgzt með því út í æsar hvað atvinnureksturinn, eftir að þungum álögum einokunarauðvaldsins er af honum létt, bæri mikið kaupgjald með skynsamlegum rekstri. Og ríkisstjórn, er styddist við vinnandi stéttirnar, léti það verða eitt af sínum fyrstu verkum að gerbreyta stefnunni í húsnæðis- málum: tryggja allri alþýðu sómasamlegar íbúðir með stórlækk- aðri leigu frá því, sem nú er, hvort sem er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Og það er auðvelt með gerbreyttri fjármálapóli- tík, er tryggir löng lán og lága vexti, en losar vinnandi fólk und- an þeim okurþunga, sem húsaleigan nú verður, hvort sem menn búa í eigin húsnæði, sem borgast verður upp á skömmum tíma, eða máske í leiguhúsnæði annarra launþega, sem eru undir sama okrið seldir. I stað þeirra hótana og fjandsamlegu aðgerða frá ríkisstjórnun- um, sem verkalýðurinn síðustu 8 árin hefur átt að mæta í hvert sinn, er hann krafðist hækkaðra launa, myndi nú koma samstarf verkalýðssamtakanna og ríkisstjórnar á öllum sviðum þjóðlífsins að auknum hagsbótum verkalýðsins í kaupgjaldsmálunum, — í al-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.