Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 36
36
RÉTTUR
lýðurinn hefur enn ekki staðið sameinaður í stjórnmálunum og
fylkt þar öðrum vinnandi stéttum til samstarfs við sig um að sigra
auðmannastéttina í þingkosningum og svipta hana ríkisvaldinu.
Auðmannastéttin lækkar því gengið og slær með því tvær flugur
í einu höggi, rænir verkalýðinn með aukinni dýrtíð, en veitir
hins vegar auðvaldinu innanlands og utan nýjan gróða á kostnað
verkalýðs, sparifjáreigenda og millistétta. Því með gengislækkun
nær ameríska auðvaldið enn meiri gróða af Islendingum en fyrr,
og skuldakóngar íhaldsins fá lækkaðar skuldir sínar, en auðmenn
þess fá fasteignir sínar hækkaðar. Hins vegar íþyngir gengis-
lækkun smáatvinnurekstrinum svo sem bátaútgerðinni. Gengis-
lækkun er því ekki gerð ,,fyrir útgerðina". Hún er aðeins arðráns-
aðferð auðvaldsins, enda lét ameríska bankaauðvaldið svo fyrir-
mælt í frumvarpi því um gengislækkun, sem það lét íhaldsstjórn-
ina leggja fyrir Alþingi 1950 að Landsbankinn skyldi einn skrá
gengið og lækka það, ef almenn kauphækkun ætti sér stað.
Við það, að verkalýðurinn fengi varanleg áhrif á ríkisvaldið,
jafnvel forustu um stefnu ríkisstjórnar, myndi gagnkvæm aðstaða
verkalýðssamtaka og ríkisstjórnar taka stakkaskiptum. Verka-
lýðssamtökin fengju aðstöðu til þess að koma fram slíkum höf-
uðáhugamálum sínum sem því að 8 stunda vinnudagur veitti
mannsæmandi lífskjör og gæti alveg fylgzt með því út í æsar hvað
atvinnureksturinn, eftir að þungum álögum einokunarauðvaldsins
er af honum létt, bæri mikið kaupgjald með skynsamlegum rekstri.
Og ríkisstjórn, er styddist við vinnandi stéttirnar, léti það verða
eitt af sínum fyrstu verkum að gerbreyta stefnunni í húsnæðis-
málum: tryggja allri alþýðu sómasamlegar íbúðir með stórlækk-
aðri leigu frá því, sem nú er, hvort sem er í eigin húsnæði eða
leiguhúsnæði. Og það er auðvelt með gerbreyttri fjármálapóli-
tík, er tryggir löng lán og lága vexti, en losar vinnandi fólk und-
an þeim okurþunga, sem húsaleigan nú verður, hvort sem menn
búa í eigin húsnæði, sem borgast verður upp á skömmum tíma,
eða máske í leiguhúsnæði annarra launþega, sem eru undir sama
okrið seldir.
I stað þeirra hótana og fjandsamlegu aðgerða frá ríkisstjórnun-
um, sem verkalýðurinn síðustu 8 árin hefur átt að mæta í hvert
sinn, er hann krafðist hækkaðra launa, myndi nú koma samstarf
verkalýðssamtakanna og ríkisstjórnar á öllum sviðum þjóðlífsins
að auknum hagsbótum verkalýðsins í kaupgjaldsmálunum, — í al-