Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 41

Réttur - 01.01.1954, Síða 41
RÉTTUR 41 og amerískri auðmannastétt og þjóðfélagsháttum auðshyggjunnar að gera þjóð vora að borgaralegri þjóð, að auðvaldsþjóð, — og það á síðasta skeiði auðvaldsskipulagsins, hnignunarskeiði þess, þegar það að gerast borgaraleg þjóð á ameríska vísu, þýðir að týna sjálfri sér, glata þjóðareðli og -arfi sínum, enda sér þegar á hvernig verið er að reyna að tortíma þjóðarstoltinu og sæmdartilfinningunni. Það hefur verið gæfa þeirra þjóða, sem upplifa hina borgaralegu þróun, myndun og uppgang auðvaldsskipulagsins um marga mannsaldra, að um leið og verkalýðurinn hefur skapast hjá þeim, þá hefur og verkalýðshreyfingin og síðan sósíalisminn komið upp hjá alþýðunni, fest þar rætur, umskapað verkalýðinn og gefið hon- um eigi aðeins það vald, sem hann nú hefur, heldur og þá reisn og það stolt, sem er aðal hans og byggir á meðvitund hans um sitt sögulega hlutverk, um forustu sína fyrir fólkinu á leið mannfé- lagsins til sósíalismans. Vald verkalýðssamtakanna þróast í sjálfri stéttabaráttunni, sem auðvaldsskipulaginu fylgir, en reisn sína og meðvitund um veg- legt hlutskipti fær verkalýðurinn aðeins fyrir vökula andlega og siðferðilega baráttu við sjálfan sig og umhverfi sitt, pólitískt sjálfs- uppeldi, er gerir hann að sósíalistiskum verkalýð. Engels reit eitt sinn, er illa horfði um andlega velferð ensks verkalýðs, að svo liti út sem sterkasta borgarastétt heimsins (hin enska) væri ekki aðeins að skapa við hlið sér borgaralegan aðal, heldur ætlaði hún líka að skapa hjá sér borgaralegan verkalýð. — Og baráttunni við að afstýra þeirri hættu að henni tækist það, er langt frá því lokið enn. — Og ef við lítum til Bandaríkjanna, þá má líta þar hörmulega sjón: hvernig ríkustu auðmannastétt jarðar hefur tekizt að gera verkalýð Bandaríkjanna svo borgara- legan, svo auðvaldssinnaðan, að síðan 1912, að Eugene Debs sem forsetaefni verkalýðsins fékk yfir milljón atkvæða, hefur sósíal- istiskri meðvitund hvað f j öldaútbreiðslu snertir, hrakað, þótt sósí- alistisk umsköpun heimsins hafi gerst með risaskréfum á meðan. Og ef við hugsum til Bandaríkjaþjóðarinnar í dag, til hleypidóm- anna, sem formyrkva huga mikils hluta hennar, til Grýlunnar, sem heltekið hefur þorra þjóðarinnar, til vitfirrtrar árásarhervæð- ingar, sem hún lætur misnota sig til að koma á, þegar hægt væri fyrir hana með annarri pólitík að útrýma allri fátækt hjá sér, — og til smekkleysisins og spillingarinnar, sem er að gera „amerískt" að skammaryrði í andlegum efnum, — þá er von oss komi í hug
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.