Réttur


Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 43

Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 43
RÉTTUR 43 væg og öll hagsmunabarátta hennar, að henni takist að kveikja saman í órofa, sterka, fagra heild hina alþýðlegu bændamenningu fortíðarinnar, sem var uppistaða þjóðlífsins um aldirnar, og hina komandi alþýðlegu verklýðsmenningu, sem verður aðalinntak þjóðlífsins í framtíðinni. Þessu hvorttveggja ógnar hinn siðspillandi bölvaldur, ameríska auðvaldsómenningin, er flæðir nú yfir landið, traðkandi allt, sem íslenzkt er, fortíð vora og framtíð, stolt íslands og sæmd, undir járnhæl sínum. En til þess að valda því verkefni að hamla gegn áhrifum am- eríska auðvaldsins og umhverfisins, en gera alþýðuna sósíalistiskt hugsandi að svo miklu leyti sem slíkt er hægt áður en verkalýð- urinn hefur tekið völdin til fulls, þarf flokkur sósíalismans og helzt öll verkalýðsstéttin að átta sig til hlítar á forustuhlut- verki sínu í þjóðfélaginu og tileinka sér þá eiginleika, sem þarf til þess að rækja það. í fyrsta lagi þarf flokkur sósíalismans allur og sem mestur hluti verkalýðshreyfingarinnar að gera sér ljóst hvert vald verkalýðs- ins er og hvaða skylda því fylgir. Vald verkalýðsins er vald sem byggir á manngildinu. Undirrót manngildisins er gildi hins vinn- andi manns, mat hans á gildi vinnu sinnar og þar af leiðandi gildi sínu. Þegar við setjum manngildið ofar gildi peninga eða valdi auðsins, erum við í huga vorum að setja manninn ofar auðnum, vinnuna ofar auðvaldinu. Vald verkalýðsins byggist því á skilningi verkalýðsins og allra þeirra, sem honum fylgja, á því, að verkalýðurinn er fjöldinn, sem getur ráðið þjóðfélaginu: í fyrsta lagi vegna þess að verka- lýðurinn er sjálfur það vinnuafl, sem er undirstaða og tilveru- skilyrði nútíma þjóðfélagsins, — og í öðru lagi af því að verkalýðurinn er oftast meirihluti þjóðarinnar, — og með banda- mönnum sínum, öðrum vinnandi stéttum, yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar, — sem með beitingu kosningavalds síns getur ákveðið stjórnarfar og þjóðfélagshætti. Skilningur verkalýðsins á þessum mætti sínum, faglegum og pólitískum, og vilji hans til þess að beita þessu valdi sínu, jafnt í kaupgjalds- sem annarri stjórn- málabaráttu, er forsendan fyrir sjálfstrausti hans og krafti til að geta sigrað auðvaldið. Og forsendan fyrir því að sigra auðvaldið er að samfara þessum mætti og vilja verkalýðsins fari meðvitund um forustuhlutverk hans fyrir öðrum vinnandi stéttum, með-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.