Réttur


Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 44

Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 44
44 RÉTTUR vitund hans um að máttur hans í þjóðfélaginu og afstaða í þróun mannfélagsins leggi honum þá skyldu á herðar að frelsa eigi aðeins sjálfan sig, heldur og alla aðra, sem vinna með höndum og heila, eru arðrændir eða órétti beittir: takast á hendur forustu þeirra, það er forustu þjóðarinnar gegn auðvaldi og arðræningj- um innlendum og erlendum. Og það að hann frelsi þjóðina, verður því um leið skilyrði fyrir því að hann geti frelsað sjálfan sig. Til þess að geta þetta þarf flokkurinn og verkalýðshreyfingin ekki aðeins að vera andlega sjálfstæð, pólitískt óháð og óbundin auðvaldinu og flokkum þess. Flokkurinn og verkalýðshreyfingin þurfa að vera eins og „ríki í ríkinu“, andlegt stórveldi, sem leiðir jafnt verkalýðssamtökin sem almenningsálitið í átökunum við auðvaldið. Það er deginum ljósara hvernig auðvaldið vinnur gegn því að verkalýðurinn geti rækt þetta hlutverk, hvernig það reynir að gera hann og samtök hans að taglhnýtingi sínum, hvernig það reynir að hræða hann frá „afskiptum af pólitík" hvernig það reynir að beygja hann undir forustu sína og ameríska auðvaldsins. í baráttunni við þessa viðleitni auðvaldsins, við „erfðasyndir“ sjálfs sín: vanmatið á krafti sjálfs sín, vantraustið á forustuhæfni sinni, — og í baráttunni fyrir því að öðlast traust annarra alþýðu- stétta til forustu fyrir þeim, — í þessari baráttu vex verkalýður- inn og alþýðan öll andlega og verður forustuhlutverki sínu vaxin. Því er það — í öðru lagi — lífsnauðsyn að flokkur sósíalismans allur og sem mestur hluti verkalýðs- og alþýðuhreyfingarinnar verði siðferðilega svo sterk, að verkalýðurinn geti fórnað stundar- hagsmunum fyrir varanlega hagsmuni sína, ef þess er þörf (t. d. hætt vinnu fyrir amerískt hervald íslandi til bölvunar, þótt hún væri m. a. betur borguð, og tekið upp íslenzka framleiðsluvinnu, — og þetta væri raunverulega það sama og þegar verkamenn gera verkfall: þ. e. fórna dagkaupi yfirstandandi tíma til að á- vinna sér kauphækkun framtíðarinnar). Sósíalistisk verkalýðs- hreyfing íslands verður að verða sterkasta siðferðilega vald þjóð- arinnar og hafa slíka meðvitund um siðferðilega yfirburði sína að hún geti talað og breytt út frá því. Sósíalistisk verklýðshreyfing íslands ber ábyrgð á framtíðinni, ábyrgð á því að bjarga þjóðinni úr þeim greipum dauðans, sem auðmannastéttin er að hræða hana í með rússagrýlunni, kaupa hana í með spillingunni, véla hana í með forheimskunarherferðinni. Slík hreyfing er að bjarga þjóð- inni frá hinu illa, frá því sem myndi spilla henni siðferðilega og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.