Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 45
RÉTTUR
45
tortíma henni líkamlega. Slík hreyfing hefur rétt og skyldu til að
tala á „háum tónum“, en hún verður líka að hafa siðferðislegt þrek
og þor til þess að segja sannleikann, líka þegar það er óvinsælt og
hættulegt, en þjóðinni nauðsynlegt.
,(Æ, gef oss þrek, ef verja varð,
að vernda æ inn lægri garð
og styrk til þess að standa ei hjá,
ef stórsannindum níðst er á“.
Svo bað Stephan G. Stephansson 1923,, er eitt ofsóknaræðið gekk
yfir auðvaldsþjóðir Ameríku. Og það verður alltaf bæn góðs
sósíalistisks flokks.
„Hin dauðtrygga varðstaða ár eftir ár“ hefur verið saga hins
ókunna hermanns sósíalismans, eins og Jóhannes úr Kötlum
kemst svo fallega að orði í „Þegnum þagnarinnar". Og þessi dauð-
trygga varðstaða verður ekki siður en fyrr eldraun fyrir siðgæðis-
þrek sósíalistiskrar hreyfingar, þegar sú hreyfing er orðin svo vold-
ug, að hún er alltaf öðru hvoru við völd eða máske að staðaldri,
en í þjóðfélagi, sem er hægt og skrykkjótt að þróast frá borgara-
legu þjóðfélagi til sósíalisma og býr yfir öllum þeim spillingar-
hættum, sem því fylgja.
Stephan G. Stephansson segir af sinni miklu mannþekkingu:
,,Minna reynir styrk hins sterka stuttur dauði og þyrnikrans,
heldur en margra ára æfi eydd í stríð við hjátrú lands, róg og
illvild“. Og þá reynir heldur ekki minna á styrk hins sterka,
þegar í senn eða til skiptis verður að berjast við „hjátrú lands“
og spillingarhættuna af valdastöðum í meira eða minna borgara-
legu þjóðfélagi. Við þurfum ekki nema að renna huganum að einu
atriði til þess að sjá hvílíkar kröfur verða gerðar til forustuflokks
verkalýðsins á þessu skeiði: Áratugum saman verður flokkur
sósíalismans forusta fyrir þjóðfylkingu, þar sem eru verkamenn,
bændur, fiskimenn, menntamenn, atvinnurekendur o. fl. Þessar
stéttir hafa mismunandi hagsmuni og innan þeirra eru hópar með
ólíka hagsmuni að nokkru, fagmenn og ófaglærðir o. s. frv., og
allan tímann verður að líkindum ekkert atvinnuleysi, heldur
sífelld eftirspurn eftir vinnuafli, m. ö. o.: aðstaða fyrir hvern hóp
til að ota sínum tota, ef hann vill. Það þýðir að flokkur sósíal-
ismans verður að hafa slíka dómgreind og réttlætiskennd til að
bera, að hann skipi hagsmunamálum hvers hóps svo vel að allir
megi þar vel við una, og slíkt trúnaðartraust almennings að allir