Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 47

Réttur - 01.01.1954, Síða 47
RÉTTUR 47 gagnar það manninum þótt hann eignist allan heiminn, ef hann bíður tjón á sálu sinni“. Þennan siðferðilega styrkleik verkalýðsins, sem stundum birtist í þeim harmsögum píslarvottanna, sem „orka á oss sem mannleg fegurð og tign, eins og hún getur orðið fullkomnust“. (Brynjólfur Bjarnason: „Forn og ný vandamál“ bls. 120), fá fæstir andstæðingar vorra skilið, því hann er efnið, sem hin nýja veröld verður sköpuð úr, heimur bræðralagsins og mann- gildisins, er rís, þegar veröld valdsins og peningatignunarinnar hnígur. Flokkur sósíalismans þarf líka — og það er þriðja höfuðforsenda þess að hann verði hlutverki sínu vaxinn við þær aðstæður, sem um er rætt, — að eignast þá pólitísku reisn, þá víðsýni og stórhug, að geta á hverju skeiði þróunarinnar skynjað til fulls hvert þjóð- félagslegt stórvirki væri hægt að vinna á því skeiði og kunna þá list að vekja slíkan skilning og eldmóð hjá alþýðu manna, að unnt sé að vinna verkið. Til þess þarf flokkur alþýðunnar eigi aðeins að vera í samræmi við hagsmuni alþýðunnar og flytja málstað hennar á því máli, er fólkið skilur, heldur og að vísa veginn, brjóta leiðina og sleppa aldrei sjónar á lokatakmarkinu, — en láta heldur aldrei fólkið dragast aftur úr. Og þetta er and- leg þrekraun, sem reynir til hins ýtrasta á alla innviðu alþýðu- hreyfingarinnar og alla forustuhæfileika í flokki sósíalismans. Það eru ekki aðeins andlega niðurdrepandi áhrif auðvalds og afturhalds, sem þarf að yfirvinna í þessum efnum. Sjálf deyfðin og drunginn í fásinnu smáþorpanna, vinnuþrælkunin í mið- deplum athafnalífsins, allt hjálpast þetta að með að reyna að draga flokkinn og fólkið niður í svað vanafestunnar og sinnuleysið. Hættan, sem af þessu stafar, er oft meiri en af ofsóknunum. — íslenzk alþýða á í röðum sínum þúsundir og aftur þúsundir ein- staklinga, manna og kvenna, sem vinna hvert afrekið öðru meiri í lífsbaráttunni, en látin eru kyrr liggja, — afrek þrautseigju, karlmennsku, fórnfýsi, samhjálpar, sem vekja myndu aðdáun og ást, ef þeim væri lýst með pennum stórskáldanna. Hið háleita verkefni flokksins og hreyfingarinnar er að virkja þessa eiginleika einstaklinganna þannig í þjóðfélagsátökunum að heildin, fjöldinn, alþýðan, verði sjálf og öll stærri fyrir. Auðvaldið og afturhaldið gerir allt til þess að gera sjálfa stjórnina á mannfélaginu, „póli- tíkina“, að því auðvirðilegasta og óhreinasta, sem til sé, í augum almennings, — og stjórn þess á mannfélaginu verðskuldar vissu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.