Réttur


Réttur - 01.01.1954, Side 51

Réttur - 01.01.1954, Side 51
RÉTTUR 51 ilismuni, stundum potta úr eldhúsinu. Eldri börnin fundu dótið eftir hann á víð og dreif um holtið eins og eftir hrafna. Það er nú meiri kallinn þessi Steini, voru eldri börnin vön að segja, þegar þau rákust á eitthvert dót, blómapott eða jafnvel standlampa, úti við sumarbústaðinn. Og þau voru orðin svo vön að hirða eftir hann dótið hér og þar, að þau létu það á sinn stað, án þess að minnast á það einu orði við foreldra sína. Þau áttu heima í sumarbústað utan við bæinn. Arngrím- ur hafði fengið hann leigðan, meðan hann var að svipast um eftir plássi í bænum og var búinn að bíða lengi eftir því og var alltaf að vonast eftir að komast í hús. Tekjur hans voru lágar og leigan í sumarbústaðnum furðu dýr. Hann var verkamaður. Rebekka hafði erft nokkur hænsni eftir föður sinn, sem hafði verið bóndi. Og hænsnin öfluðu þeim nokkurra tekna. Þau léttu furðu mikið undir með heimilinu. Einn dag kom pósturinn með ávísun á ábyrgðarbréf til Arngríms. Og næsta kvöld kom hann heim með ílangt um- slag, þrykkt bláu letri með svohljóðandi orðum: Skrifstofa Borgarfógeta. Skattstofan. Þetta var eins og innsigli á umslaginu. Hann opnaði bréfið í eldhúsinu. Rebekka horfði á full eftirvæntingar rétt eins og þetta væri ástarbréf frá annarri konu. Hún horfði ekki á bréfið, heldur á Arngrím. Hún sá hann taka bakföll, klóra sér í höfðinu og hrópa: Andskotinn! Djöfullinn! Hvað er þetta? Má ég lesa bréfið? spurði Rebekka. Héma, sagði hann og rétti henni bréfið. Bréfið var fjölritað og efst í horninu á því var nokkurs konar haus með feitu og sterku letri: Lögreglan í Reykja- vík. — Aumingja konan missti niður stærðar fat, sem hún hélt á, svo mikið varð henni um að lesa þetta. Hún hélt áfram að lesa: Með ábyrgðarbréfi, dags............ var yður samkv. heimild laga........stefnt til að mæta í skrifstofu borg- arfógeta......., er byrja skyldi hjá yður lögtaksgerð fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.