Réttur - 01.01.1954, Síða 53
RÉTTUR
53
Útvarpstæki? át fulltrúinn eftir. Hve margra lampa?
Ég veit ekki, en það er dálítið stórt.
Við skrifum viðtækið, þar til þér borgið. En ef þér verðið
ekki búnir að borga fyrir þann 20., verður tækið tekið
af yður upp í skuldina.
En ef ég verð búinn að borga fyrir þann 20?
Þá ihaldið þér tækinu, sagði fulltrúinn og brosti.
Sá 20. var liðinn. Arngrímur var í öngum sínum, en
minntist þó ekki á það við konu sína.
Eitt kvöld nokkru síðar kom vörubifreið að sumarbú-
staðnum. Á palli hennar voru húsmunir, klæðaskápar, stól-
ar, skrifborð og margt fleira. Út úr bifreiðinni sté borða-
lagður maður og gekk í áttina til sumarbústaðarins. Þegar
hann nálgaðist dyrnar komu öll hænsnin hlaupandi á móti
honum, gaggandi og baðandi út vængjunum. Einn haninn
gerði sig líklegan til þess að fljúga á embættismanninn, sem
hraðaði sér inn í sumarbústaðinn án þess að berja að dyr-
um. I þröngum gangi sem varla rúmaði hann, blés hann af
mæði.
Hvað gengur á? kallaði Rebekka um leið og hún opnaði
eldhúsdyrnar. Hún hélt það væri Snjallsteinn litli. En þeg-
ar hún sá þennan borðalagða embættismann varð henni svo
hverft við, að hún hrökk aftur á bak inn í eldhúsið og föln-
aði upp. Lögtaksmaðurinn stamaði fram úr sér nafni hins
ákærða- skuldunautar:
Arngrímur Sveinsson?
Hann er ekki heima, sagði Rebekka náföl af skelfingu.
Ég er hér með skattreikning. Getið þér greitt hann?
Nei, ég er bara ekki með nokkra peninga. Við erum hér
með 4 börn og það fer hver einasti eyrir af kaupinu hans
Arngríms í heimilið.
Þá verð ég að taka viðtækið!
Ó, það er leitt, við, sem erum að hlusta á útvarpssöguna.
Jæja, takið það, ég hlusta á söguna hjá mágkonu minni.
Viljið þér gjöra svo vel og afhenda mér það!
Það er hér í stofunni, farið inn og takið það sjálfur.