Réttur - 01.01.1954, Page 54
54
RÉTTUR
Lögtaksmaðurinn lét ekki segja sér það tvisvar, óð inn
í stofuna eins og hann væri húsbóndinn á heimilinu, þreif
viðtækið undir höndina og fór út án þess að loka á eftir sér.
Rebekka kallaði ókvæðisorðum um ríkisstjórnina á eftir
homun rétt eins og þessi embættismaður bæri ábyrgð á
gjörðum ríkisvaldsins. Hún skellti hurðinni á eftir honum.
Hún var afar reið. Lögtaksmaðurinn var ekki kominn út
fyrir stéttina, þegar öll hænsnin komu á móti honum úr
öllum áttum. Haninn flaug yfir öxlina á honum. Og lögtaks-
manninum varð svo mikið um þetta háttarlag hans, að hann
hljóp bak við sumarbústaðinn. En hænsnin hlupu öll á eftir
honum enn áhugasamari fyrir ferðum hans en áður. Lög-
taksmaðurinn sneri við í ofboði, en það gerðu hænsnin líka.
Hann ætlaði ekki að geta slitið sig frá þessum áleitnu
fuglum. Hann stóð þarna með viðtækið undir hendinni og
hænsnin argandi og gargandi allt í kringum sig. Haninn
flaug aftur yfir hann og dritaði á borðalögð fötin hans.
Honum fannst hænsnin vægast sagt ægileg. Það var ekk-
ert spaug, ef þessir fuglar kroppuðu úr honum augun.
Það hafði svo sem komið fyrir að grimmur hani hefði flog-
ið á mann, stungið úr honum augun. Slíkt gæti kostað hann
lífið. Og lögtaksmaðurinn vissi ekki sitt rjúkandi ráð, þetta
kom honum svo á óvart. En þegar hér var komið sögu gerð-
ist mjög undarlegur hlutur, sem vart verður skýrður nema
þá helzt með því, að hverfa til æsku lögtaksmannsins. Hann
var úr sveit. Þegar hann var á fimmta árinu, var hann einn
að leika sér í fjósinu. En eins og oft tíðkaðist áður, voru
hænsnin, ef þau voru til á bænum, höfð í fjósinu hjá kún-
um. Þau verptu í jöturnar og höfðust við upp á básgrind-
unum eða jafnvel á bökum kúnna. Hann klifraði upp í einn
básinn, en datt og varð fastur milli básar og einnar kýr-
innar. Mörg hænsni flugu ofan á hann. Hann varð örvita af
hræðslu og var borinn inn í bæ ósjálfbjarga. Síðan hefur
hann alltaf verið hræddur við fugla. Eða greip hann
kannski einhver angi af gamalli hjátrú um ill örlög? Slíkt
getur náð tökum á fólki, ef það álítur sig ekki hafa hreina