Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 59

Réttur - 01.01.1954, Síða 59
RETTUR 59 ustu og þéttbýlustu hlutum annarra heimsálfa. Enda var svo kom- ið, er fram kom á síðari hluta 19. aldar, að mestum hluta heimsins var upp skipt í nýlendur, hálfnýlendur og áhrifasvæði sem nefnd hafa verið ýmsum nöfnum eftir því hve þrælsleg tök viðkomandi herraþjóðar hafa verið á auðhndum, atvinnulífi og lífsafkomu viðkomandi lands og þjóðar. Og í öllum aðaldráttum voru skipt- endurnir örfá aðalstórveldi Evrópu ásamt Bandaríkjum Norður- Ameriku. Ef þetta er ekki nægilega skýrt til þess að gera ljóst hvað átt er við með nafngiftinni „nýlenda", þá vil ég aðeins minna á það, að við íslendingar vorum einnig um langt skeið nýlenduþjóð. Það var þegar Danakonungur átti stóran hluta jarðeigna á íslandi og afgjald þeirra rann allt til Danmerkur, fjármagn er nema mundi mörgum millj.tugum árlega miðað við núverandi peninga- gildi. Það var þegar Danakonungur átti mestallan bátaflotann í beztu verstöðvum landsins, og íslenzku bændurnir, sem voru leiguliðar hans, voru skyldugir til að lána menn til róðra á þess- um bátum, og vinnuarðurinn rann í konungsfjárhirzluna. Það var einnig á þeim tímum þegar Kaupmannahöfn var byggð upp fyrir gróðann af íslenzku einokunarverzluninni, svo sem Jón Sigurðsson sannaði á sínum tíma að gert hefði verið. En ef ein- hver vill halda að tök hinna borgaralegu stórvelda Evrópu og Ameríku, á sínum lituðu nýlenduþjóðum í öðrum álfum heims hafi verið eitthvað mýkri en tök einvaldsríkisins danska á sínum tíma á okkur íslendingum, þá er það áreiðanlega misskilningur. Auðvitað hafa þau verið með ýmsu móti en í mörgum tilfellum miklu verri. Enn er stór hluti mannkyns í viðjiun nýlenduþrælkunarinnar En nokkurnveginn jafnhliða atvinnubyltingunni sem ég hef hér lauslega lýst gerðust hinar miklu pólitísku byltingar í miklum hluta Evrópu, þar sem hið borgaralega þingstjórnarform brauzt til valda og lagði að velli einveldið og lénsskipulagið, er ríkjandi hafði verið um miðaldir. Þau átök brutust út með stjórnarbylting- unni miklu á Frakklandi á síðasta áratug 18. aldar, héldu svo áfram þannig að ýmsum veitti betur allan fyrri hluta 19. aldar, og enduðu með sigri borgarastéttarinnar í mörgum löndum Evrópu, þó ekki öllum. T. d. í Rússlandi hélzt hið gamla stjórnar- far nærri óbreytt þar til í fyrri heimsstyrjöldinni 1917, er verkalýðurinn og bændurnir tóku völdin og mynduðu sovétskipu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.