Réttur


Réttur - 01.01.1954, Side 64

Réttur - 01.01.1954, Side 64
64 KÉTTUR valdaskeiðið er þá og þegar á enda runnið. Þau hundruð millióna þeldökkra manna sem undir þessu valdi hafa stunið um lengri tíma eru vaknaðar til meðvitundar um rétt sinn og mátt. Héðan af megnar ekkert ofbeldi, þótt í nafni lýðræðis sé framið, að stöðva frelsisbaráttu þeirra. Það getur tekizt í bili að stöðva framsókn- ina í einu og einu smáríki eins og nú síðast í Guatemala. En slikt verður ekki til lengdar. Þing þriggja þjóðlanda í Suður-Ameríku, þar á meðal eins hins stærsta, Argentínu, höfðu gefið út opin- berar yfirlýsingar þar sem lýst var fyllstu samúð með stjórn Guatemala. Það sýnir bezt hver hugur almennings er í þessum löndum og hvernig hann lítur á þessi mál. í ályktuninni frá Argentínuþingi var meira að segja lagt til, að Suður-Ameríku- ríkin tækju höndum saman til að styðja stjórn Guatemala við að reka burt innrásarherinn og koma á friði. En atburðarásin varð of hröð. Guatemalastjórnin hafði sýnilega engan herstyrk til að standast neina vopnaða innrás, enda áður fyrir því séð að hún væri vopnalítil a. m. k. enda urðu umskiptin á fáum dögum. Þótt óhug hafi slegið á fjölda manns víðsvegar um heim út af þessum atburðum þá voru til menn sem glöddust og óspart lýstu gleði sinni fyrir umheiminum. Það voru þeir Eisenhower forseti og Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Tæpast munu kóln- uð hafa verið lík þeirra þúsunda, er fallið höfðu í átökunum, þegar þeir héldu báðir útvarpsræður og lýstu fyrir gervöllum heimi gleði sinni yfir því, að hér væri unninn stórkostlegur og mikilvægur sigur í baráttunni við kommúnismann. Og þar er einmitt að kýlinu komið. Ekki fyrir því að nokkur lifandi maður trúi því að Bandaríkjunum stafaði hætta af þessu smáríki. Heldur hitt að undanfarin ár eða síðan styrjöldinni lauk, hafa stórveldi kapítalismans, þjóðfélög hins skefjalausa nýlenduarðráns beitt einu vopni gagnvart almenningi, bæði síns eigin lands og annarra, er á þeirra snærum hafa verið, á einhvern hátt. Þetta vopn er hræðslan við kommúnismann. Því hefir verið beitt á sálrænan hátt. í fyrsta lagi með því að dreifa út kynstrum af ósönnum blekkingum um sósíalismann sem þjóðfélagsstefnu, og í öðru lagi, þegar því takmarki er náð að fylla fólk slíkum blekkingum og þannig röngum hugmyndum þá að stimpla hverja einustu frelsishreyfingu kúgaðrar þjóðar sem kommúnisma, stimpla hverja viðleitni til aukinna mannréttinda sem kommúnisma, og lofa sem hetjuverk lýðræðis og frelsis hvert það ofbeldisverk, sem framið er til að halda í skefjum frelsis og mannréttindabaráttu hinna undirokuðu. í raun og veru má segja að með þessu sé okkur, sem kallaðir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.