Réttur - 01.01.1954, Síða 73
RETTUR
73
Bandaríkjunum væri hægt að skapa almenna velsæld og ham-
ingjuríkt líf, ef þar væri lýðræðisleg framleiðsluskipan og valdi
peningafursta væri hnekkt. Með allri virðingu fyrir Bandaríkj-
unum og stjórnarháttum í því mikla ríki, þá vitum við hins
vegar, að hér heima á okkar fátæka íslandi búum við við al-
mennari hagsæld og meira félagslegt öryggi en fjöldi fólks í
því stórauðuga landi. Kommúnismi er fræðikenning um það,
hvernig eigi að eyða öllum hagsmunaandstæðum innan þjóðfé-
lagsins, en skapa stéttlaust samvirkt þjóðfélag, sem þarfnist
einskis ríkisvalds, engra kúgunartækja, en hinni gífurlegu fram-
leiðslugetu nútímans sé beitt til þess að búa öllum alls nægtir. Þá
fyrst getur lýðræði þrifizt, þegar hver einstaklingur er algjörlega
efnahagslega sjálfstæður og býr við fyllsta félagslegt öryggi. Þá
fyrst hefur gullkálfi mammons verið steypt af stóli og maðurinn
sjálfur setzt í hásætið. — Þetta eru falleg orð, en hve óralangt
eru þau ekki frá veruleikanum, en einhvern tíma kemur að því,
að þessar hugsjónir verða að veruleika. Maðurinn, sem getur
beizlað sjálfar frumeindir efnisins, hann getur einnig komið á
hjá sér skynsamlegri samfélagsskipan, slíðrað morðvppnin og
búið vel um sig á þessari dásamlegu jörð. Ég hef aldrei heyrt, að
menn neituðu því, að kommúnistar slægju um sig með fögrum
fyrirheitum, en þeim finnst hins vegar mörgum, að efndirnar
séu ekki jafnglæsilegar, og a.m.k. hefur þeim ekki enn þá tekizt að
grundvalla fullkomið sæluríki. En samt sem áður stendur komm-
únisminn sem hugsjónastefna 20. aldar um fullkomið þjóðfélag.
Hann hefur glætt milljónir manna eldmóði, hann hefur glætt
vonir um bjarta framtíð í hjörtum milljóna, sem áttu enga
von og hann hefur valdið mörgum vonsvikum, því að draumar og
veruleiki fallast sjaldan í faðma. En samt sem áður: gegn slíkri
stefnu nægja engar sprengjur. Til þess að uppræta kommúnism-
ann, eins og sakir standa, þarf að sprengja guðsneistann úr
sál hvers einstaklings, það þarf að breyta honum í marserandi
villidýr, sem elskar morðvopnið og gleðst yfir þjáningunum.
Saga trúarbragðanna og stjórnfrelsisbaráttu sanna okkur, að þær
stefnur, sem hafa siðferðisleg verðmæti að geyma, höfða til
manngildis, drengskapar, djörfungar og trúfesti, þær koma sterk-