Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 79

Réttur - 01.01.1954, Page 79
RÉTTUR 79 því að grundvalla vestræna siðmenningu og kristindóm á atóm- sprengjum, þá verða Vesturlönd ósigrandi. Þegar hætt er að ausa yfir fólk kennslukvikmyndum í morðum, ránum, pynd- ingum og nauðgunum, en á hverju kvikmyndahúsi Vesturlanda verða stöðugt sýndar myndir, sem gera menn kærleiksríkari og sannari, auðugri af skilningi á mönnum og samfélaginu, gera þá glaðari og ánægðari, þá getur ekkert ógnað vestrænni sið- menningu. Þegar stjórnvitringar Vesturlanda sitja með sveittan skallann yfir stjórnarskrám landanna til þess að tryggja frelsi einstaklingsins fyrir hvers konar ánauð og arðráni, þar á með- al hárri húsaleigu, tryggja jafnrétti hans til auðlinda jarðarinnar og bræðralag manna með því að eyða öllum hagsmunaandstæð- um, — en hætta að liggja yfir þessum plöggum í því skyni að svipta menn með ákveðnar skoðanir áhrifavaldi í stjórnmálum, þá mun vestrænt lýðræði glæða þjóðfélagsþegnana þeim eld- móði, sem ekkert fær staðizt, þá mun enginn ágreiningur verða uppi um það, að slíkt lýðræði þurfi að verja, þá verður enginn kurr í liðinu. Vandlætarar og krossfarar þurfa að hafa lireinan skjöld Við tölum um austrænt og vestrænt lýðræði, en eitt af því sem skilur þessi stjórnform er það, að ráðstjórnarþjóðirnar urðu fyrstar til að gera það að stjórnarskráratriði, að atvinna væri eitt af frumstæðustu réttindum hvers einstaklings og allt arð- rán skyldi útilokað. Það er stór hópur manna á Vesturlöndum, sem fær ekki skilið, að þessi stjórnarskráratriði Sovét-Rússa séu svo syndsamleg, að þeirra vegna þurfi að afmá þá af jörð- inni í nafni kristinnar siðmenningar. Þó allt væri satt, sem auð- valdsblöðin segja um stjórnarhætti í Sovétríkjunum og alþýðu- lýðveldunum, þá er ómögulegt að fá mig og mína líka til þess að fyllast eldmóði vandlætarans og siðabótamannsins í samfélagi við Frankó hinn spánverska og nýlendukúgara Vesturlanda, sem lifa á því að halda hundruðum milljóna manna í vanþekkingu og vesaldómi og hafa breytt heilli heimsálfu eins og Afríku í eins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.