Réttur


Réttur - 01.01.1954, Síða 81

Réttur - 01.01.1954, Síða 81
RÉTTUR 81 Það hófst í blóðugum byltingum á fyrri helmingi 19. aldar. Ensku og bandarísku borgarabyltingarnar urðu þó á 17. og 18. öld. En eftir að borgaralegt lýðræði hafði sigrað í Frakklandi, helzta ríkinu þá á meginlandi álfunnar, komst það brátt friðsamlega á í ýmsum öðrum löndum, t.d. Norðurlöndunum. Ég finn ekki, að neitt mæli gegn því, að lík þróun geti átt sér stað nú og lýðræði geti þróazt og orðið allfullkomið, ef það er lifandi veruleiki í huga þjóðarinnar, en hún sé ekki sljóvguð af annarlegum mátt- arvöldum. Annars er gert ráð fyrir, að það vaxi bæði upp úr borgaralegum og sósíalískum fötum, áður lýkur. Við vitum, að allt kúgunarvald hvílir á arðránsrétti, þess vegna er allt lýðræði mjög ófullkomið, þar sem þessi réttur viðgengst, og ekki einungis iýðræði, heldur einnig fólki eru búin þar mjög slæm þroskaskilyrði. En samt sem áður ætti að vera hægt að afnema arðránsréttinn, en varðveita allt hið þroskavænlegasta í borgaralegu samfélagi. Við vitum, að t.d. í Indlandi hefur þing, kjörið eftir borgaralegum reglum, tekið sér fyrir hendur að koma á sósíalisma í landinu. Það er auðvitað hægt að nefna mý- mörg dæmi þess, að borgararnir kasti lýðræðisgrímunni, eins og það heitir á pólitísku æsingamáli, og grípi til nazistisks ein- ræðis, ef þeir óttast það að verða sviptir arðránsréttinum, en uppskera þess athæfis hefur verið heldur hæpin, og ég er svo barnalegur að trúa því, að menn læri nokkuð af reynslunni. En til þess að skýra örlítið fyrir ykkur, hvers eðhs arðránsrétturinn er, ætla ég að segja ykkur smá sögu eftir Vilhjálm Stefánsson. Mannkynið hefur lengst af búið við samvirka þjóðfélagsskipun Nú eru talin um 500 þús. ár, síðan maðurinn tók að beita tækj- um við störf sín. Mannfræðingar telja, að meginhluta þess tíma hafi maðurinn búið við sameignarskipulag, ríkisvald og arðrán séu ung fyrirbrigði og sums staðar óþekkt fram á vora daga. Grundvöllur forns lýðræðis og sameignarskipulags var fjárhags- legt sjálfstæði almennings. Smám saman var grafinn grunnur undan þessu sjálfstæði, en með honum hrundu fomar dyggðir 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.