Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 82
82
RÉTTUR
og fornir lýðræðishættir og ströng stéttaskipting komst á.
Vilhjálmur Stefánsson bregður upp ógleymanlegri mynd af
þessari formbreytingu þjóðfélagsins í greininni: Námskeið í
steinaldarháttum. Þar segir hann frá Eskimóum, sem bjuggu
við sameignarskipulag ættsveitasamfélags og hvernig þeir töpuðu
sjálfstrausti og sjálfsvirðingu við það að missa fjárhagslegt
sjálfstæði. Þegar hann hitti þá fyrst, voru þeir hamingjusamir
og stoltir menn, drenglyndar hetjur, sem þekktu hvorki fátækt
né umkomuleysi. Á fáum árum var þeim breytt í umkomulausa
öreiga með því að svifta þá efnahagsöryggi. Vilhjálmur sér þama
„sameignarsamfélag hrynja fyrir áhrif kristindóms og loðskinna-
verzlunar", eins og hann kemst sjálfur að orði, og hann lýkur
kaflanum á þessa leið:
„Eftir reynslu minni árin sem ég dvaldist með Steinaldar-
Eskimóum, finnst mér undirrót hamingju þeirra vera sú, að þeir
lifa samkvæmt hinni „gullnu reglu“: Það, sem þér viljið, að
mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gera.
Von mín um gott líf í framtíðinni, svipað og ég hef séð endur-
speglazt frá fyrri tímum í steinöld Norður-Ameríku, er ekki ein-
göngu byggð á reynslu sögunnar. Hún styðst að nokkru við þá
hugsun, að ef hin gullna regla verður brýnd fyrir mönnum í
nokkra áratugi eða aldir, geti svo farið, að það verði siður, jafn-
vel með menningarþjóðum að haga sér eftir þeirri reglu. Vér
gætum líklega lifað jafnánægðir í stórborg og í fiskiþorpi, ef
oss tækist að setja samstarfshugmyndina í stað samkeppninnar,
því að það virðist ekki liggja í eðli framfaranna, að þær séu
fjandsamlegar hinu góða í lífinu“.
Vilhjálmur Stefánsson hefur verið sakaður um óameríska
starfsemi, svo að hin „gullna regla“ mun sennilega ekki sam-
rýmast fyrirmyndarstjórnarháttum vestrænna þjóða, eins og
sakir standa.
Auðvaldið er f janðsamlegt lýðræði
og steypir Vesturlöndum í glötun
Ég veit ekki, hvort háværustu forvígismenn auðvaldsins telja