Réttur


Réttur - 01.01.1954, Page 86

Réttur - 01.01.1954, Page 86
86 RÉTTUR mundi fullkomnast og réttlátast þjóðfélag í veröldinni. Hann ferðaðist kringum land og fór héðan vonsvikinn líkt og Oden, Því hvergi á vor samtími vé þau, sem allir unna, vor æska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit. Og fyrirheitið um ævintýra eyna er eingöngu fyrirheit. En er það nauðsynlegt, að ævintýraeyjan sé aðeins blekking? Getum við íslendingar ekki látið djörfustu vonir manna um réttlátt samfélag rætast, getum við ekki komið á hjá okkur fyrirmyndarríki, sent burt þann erlenda her, sem okkur og öðr- um stendur einungis ógn af og afnumið allt arðrán og stétta- skiptingu, en komið á samvirku þjóðfélagi? — Við megum ekki tapa neinu af því frelsi, sem leiðir ekki til þess að hefta lífshamingju annarra manna, en við verðum að auka hið jákvæða frelsi, sem íslenzk þjóð hefur öðlazt í baráttu sinni við arðráns- öfl fyrri og síðari tíma, leysa menn úr greipum okurkarla og snúa við þeirri öfugþróun, að atvinnuvegir landsins séu ómagar á braski og milliliðum. Við verðum að leggja rækt við íslenzkan menningararf, gera hann að lifandi þætti í samfélaginu, en ekki að veglegum fomgrip, sem fínir menn hampa á hátíðum og tylli- dögum. íslenzk alþýðu hefur á öllum öldum sótt þor og kjark til þess að berjast gegn rangsleitni og kúgun í fornbókmenntir okkar, þær hafa verið henni aflgjafi eins og megingjarðirnar voru þrumuguðnum Þór. En fátt er okkur nauðsynlegra en það, að okkur takist að þróa íslenzkt lýðræði, efla alþýðusamtökin til þess að verða sterkasta aflið í þjóðfélaginu, því að alþýðan til sjávar og sveita getur ein verndað og eflt lýðræðið, ef hún er köllun sinn trú. Við verðum einnig að varðveita allt hið bezta úr borg- aralegri menningu. Það er hægt að skapa fyrirmyndarríki á Islandi, ef okkur skortir ekki djörfung, vit og vilja og gleyp- um ekki hráan óþverraáróður, sem afturhaldið þyrlar upp til þess að sundra þjóðinni, lama siðferði hennar, veikja vilja hennar og draga úr þreki hennar. Það er engum blöðum um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.