Réttur - 01.01.1954, Síða 90
90
RÉTTUR
fallega í sunnangolunni og morgunkyrrðinni og daggperl-
ur næturinnar glitruðu í þúsund litbrigðum í geislum hinn-
ar hækkandi sólar.
Hann var látinn bera mörk af sméri, sem hann átti að
gefa móður sinni, en hann var bara svo klofstuttur og
mikill kægill, að hann gat ekki fylgt mæðginunum eftir.
Þau fóru líka á undan honum og honum var alveg sama,
hann var svo vanur því að vera einn.
Það var árspræna á leiðinni og þegar hann kom að ánni
voru þau löngu horfin.
Það lá dálítill planki yfir ána og þótt hún væri ekki breið
og ekki mjög djúp, þá rann hún sumstaðar í streng og þar
var hún straumhörð.
Þetta var líka í þá tíð, þegar hann var hræddur við ána.
Jónsi hafði sagt honum, að það væri vatnsköttur í ánni;
voðalegt kvikindi með langt skott, sem hringaði sig utan
um menn og drægi þá niður í vatnið til þess að bíta þá á
barkann og drekka úr þeim blóðið.
Jónsi hafði meira að segja einu sinni kastað honum í
ána til þess að láta vatnsköttinn drepa hann. Og þá varð
hann svo hræddur, a'ð hann komst ekki aftur upp á bakk-
ann, bara stóð grátandi í ánni og læsti litlum nöglunum
ofan í svörðinn, vitstola af skelfingu. Þá fannst Jónsa gam-
an. Honum hafði aldrei fundist svona gaman. Loks hjálp-
aði hann honum upp úr og rak hann heim.
Fóstra hans skammaði hann fyrir að vera að sulla, og
hann þorði ekki að segja henni sannleikann, af því hann
vissi að hún myndi bara segja hann ljúga — og hún hélt
sig ekki fara að láta hann hafa þurr föt, honum væri víst
jafn gott fyrir uppátækið og óþægðina.
Alltaf að sulla, sagði hún og tinaði mikið með höfðinu.
Og hann varð að vera í votu, láta fötin þorna á sjálfum
sér. Það var mjög kallt því að þetta var milli gangnanna og
það var frost og norðan beljandi.
Já, og einmitt þegar hann var að staulast yfir plankann,