Réttur


Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 90

Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 90
90 RÉTTUR fallega í sunnangolunni og morgunkyrrðinni og daggperl- ur næturinnar glitruðu í þúsund litbrigðum í geislum hinn- ar hækkandi sólar. Hann var látinn bera mörk af sméri, sem hann átti að gefa móður sinni, en hann var bara svo klofstuttur og mikill kægill, að hann gat ekki fylgt mæðginunum eftir. Þau fóru líka á undan honum og honum var alveg sama, hann var svo vanur því að vera einn. Það var árspræna á leiðinni og þegar hann kom að ánni voru þau löngu horfin. Það lá dálítill planki yfir ána og þótt hún væri ekki breið og ekki mjög djúp, þá rann hún sumstaðar í streng og þar var hún straumhörð. Þetta var líka í þá tíð, þegar hann var hræddur við ána. Jónsi hafði sagt honum, að það væri vatnsköttur í ánni; voðalegt kvikindi með langt skott, sem hringaði sig utan um menn og drægi þá niður í vatnið til þess að bíta þá á barkann og drekka úr þeim blóðið. Jónsi hafði meira að segja einu sinni kastað honum í ána til þess að láta vatnsköttinn drepa hann. Og þá varð hann svo hræddur, a'ð hann komst ekki aftur upp á bakk- ann, bara stóð grátandi í ánni og læsti litlum nöglunum ofan í svörðinn, vitstola af skelfingu. Þá fannst Jónsa gam- an. Honum hafði aldrei fundist svona gaman. Loks hjálp- aði hann honum upp úr og rak hann heim. Fóstra hans skammaði hann fyrir að vera að sulla, og hann þorði ekki að segja henni sannleikann, af því hann vissi að hún myndi bara segja hann ljúga — og hún hélt sig ekki fara að láta hann hafa þurr föt, honum væri víst jafn gott fyrir uppátækið og óþægðina. Alltaf að sulla, sagði hún og tinaði mikið með höfðinu. Og hann varð að vera í votu, láta fötin þorna á sjálfum sér. Það var mjög kallt því að þetta var milli gangnanna og það var frost og norðan beljandi. Já, og einmitt þegar hann var að staulast yfir plankann,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.