Réttur


Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 91

Réttur - 01.01.1954, Qupperneq 91
RÉTTUR 91 sá hann eitthvað svart kvikindi skjótast niðri í straum- iðunni. Honum flaug strax í hug sagan um vatnsköttinn og hann varð afskaplega hræddur. Hann hafði aldrei orðið svona hræddur. Þá og þegar hélt hann að kvikindið myndi stökkva upp úr vatninu, vefja sig utan um hann og draga hann niður í strauminn. Hann gat ekki hreyft sig. Það var eins og hann væri blýfastur við plankann, hann gat ekkert gert nema titrað og starað niður í straumiðuna. Og svo sýndist honum áin renna upp í móti og plankinn lyftast í annan endann og það svifu svartar flyksur fyrir augunum á honum — svo varð allt svart — og hann féll í vatnið. Til allrar hamingju bar hann strax niður á vaðið, þar sem áin var mjög grunn og bakkinn ekki mjög hár. Þar öslaði hann í land og hljóp þar til hann var kominn góðan spöl frá ánni; þar kastaði hann sér niður og var lengi að jafna sig. Það var ekkert mjög vont að vera votur, því að sólin var komin hátt á loft og það var alveg logn og það var mjög hlýtt. En hann hafði týnt smérinu og það fannst honum mjög vont, því að nú hafði hann ekkert til þess að gefa móður sinni. Hann hafði hlakkað svo mikið til þess að færa henni þessa gjöf, sína fyrstu gjöf, sína einu gjöf .... Hann vissi ekkert hvað hann átti að gera. Hann þorði ekki að fara aftur að ánni til þess að leita að smérinu og hann þorði varla að halda áfram, smérlaus og blautur, hann fór bara að gráta. Mikið gat hann grátið sárt í júní- sólinni og góða veðrinu, þegar öllum á að líða vel, þegar öllum gæti liðið vel. Loks stóð hann upp og hélt áfram inn með sveitinni. Þegar hann kom á leitið fyrir utan bæinn, þar sem móð- ir hans átti heima náði hann fóstru sinni og Jónsa. Þau sátu þar og biðu hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.