Réttur - 01.01.1954, Síða 94
Innlend víðsjá
eftir BRYNJÓLF BJARNASON
Nýir saraningar við bandaríska hemámsliðið.
Þegar stjórn sú, er nú situr, tók við völdum, hét utan-
ríkisráðherrann, dr. Kristinn Guðmundsson, því að komast
að samkomulagi við hernámsliðið um gagngera endur-
skoðun hemámssamninganna. — Stóð nú 1 samningsþófi
í allan fyrravetur og gerði hvorki að reka né ganga. Svo
var það loks hinn 26. maí síðastliðið vor að utanríkisráð-
herra hélt útvarpsræðu og skýrði frá því að nú væri samn-
ingurinn fullgerður. Sagði hann undan of ofan af um efni
hans, en eftir því sem næst varð komizt voru aðalatriði
hans þessi:
Hamiltonfélagið, sem illræmt var orðið, skyldi hætta
störfum, en við framkvæmdum þess á vegum setuliðsins
skyldi taka íslenzkt félag. Auk þess félags, sem áður starf-
aði fyrir hernámsliðið og skipað var máttarstólpum Sjálf-
stæðisflokksins, skyldi grein af stofni Sambands ísl. sam-
vinnufélaga fá hlutdeild í hinu nýja félagi og auk þess
skyldi ríkisstjórnin vera þátttakandi. Þannig skyldi skipta
hernámsgróðanum samkvæmt hinni frægu helmingaskipta-
reglu.
Gera skyldi girðingu um dvalarstaði hernámsliðsins og
settar nýjar reglur um ferðir þess.
Ótvírætt var gefið í skyn að Bandaríkjamenn skyldu fá
leyfi til að koma upp flotahöfn í Njarðvík.
Þess var krafizt af utanríkisráðherra að hann birti samn-
ing þenna, en einkum þó að hann skýrði frá reglum þeim,
sem settar höfðu verið um ferðir hermanna. En ráðherr-
ann varðist allra frétta. Málgagn ráðherrans gaf þá skýr-