Réttur - 01.01.1954, Blaðsíða 97
RÉTTUR
97
hvern úthaldsdag, eða 600 þúsund krónur á ári miðað við
þrjú hundruð daga úthald. Aðrar tillögur nefndarinnar
voru ekki teknar til greina. Dýrtíðarsjóðsgjaldið skyldi
renna í ríkissjóð. Sömu hömlur skyldu vera á bifreiða-
innflutningi og áður.
Bráðabirgðalög þau, sem stjórnin gaf út voru staðfest
á Alþingi rétt fyrir jólin. Sósíalistar báru þá enn fram
breytingartillögur í samræmi við tillögur togaranefndar-
innar og fyrri tillögur sínar. Allar voru þessar tillögur
felldar.
Vandi togaraútgerðarinnar er því jafn óleystur og áður,
og hætt við að ekki líði á löngu þar til rekstur skipanna
stöðvast að nýju.
Mikill hluti togaraútgerðarinnar er nú í eigu bæjarfélaga.
Þetta er valdhöfunum mikill þyrnir í augum. Enginn efi
er á því að afstaða valdhafanna til togaraútgerðarinnar
markast af þessu og virðist svo sem markvisst sé að því
stefnt að gera togaraútgerðir bæjarfélaganna gjaldþrota.
Ný stjóm í Alþýðusambandinu. Átöldn í Alþýðuflokknum.
Á síðasta ári hefur verið mikil og vaxandi hreyfing
meðal verkalýðsins um að koma á einingu í hagsmunabar-
áttunni án tillits til pólitískra ágreiningsmála. Brýnasta
verkefnið var að skipta um stjóm í Alþýðusambandinu,
fjarlægja þaðan fulltrúa atvinnurekenda og skapa því
vdugandi forustu. Þessari hreyfingu bættist nú mikill
liðsauki. Formaður Alþýðuflokksins, Hannibal Valdimars-
son, tók nú að berjast fyrir þessari einingu í hagsmuna-
baráttunni og túlkaði þessa skoðun í blaði sínu, Alþýðu-
blaðinu. Sósíalistar og vinstri Alþýðuflokksmenn tóku nú
höndum saman um allt land um undirbúning Alþýðusam-
bandsþings í þessum anda. 1 fjölmörgum félögum, þar á
meðal stærstu verkalýðsfélögunum voru gerðar samþykkt-
ir, þar sem lagt var fyrir fulltrúa félaganna að vinna að
einingu vinstri aflanna á þingi sambandsins og skipun
sambandsstjórnar á þeim grundvelli. Á Akureyri varð sam-
7