Réttur - 01.01.1954, Page 102
102
RÉTTUE
Fyrir 1. febrúar sögðu 22 félög upp samningum frá 1.
marz að telja, þar á meðal stærstu verkalýðsfélögin í
Reykjavík, önnur en Verkakvennafélagið og Sjómannafé-
lagið. Hafa félögin í Reykjavík og nágrenni með sér náið
skipulagt samstarf, og gera ekki samninga nema í samráði
hvort við annað. Aðalkröfur félaganna eru: Kauphækk-
un, sem nemi yfirleitt 25—30% og greiðsla fullrar verð-
lagsvísitölu á öll laun.
I áramótaræðu sinni hótaði Ólafur Thors forsætisráð-
herra því, að almennum kauphækkunum mundi verða
svarað með gengislækkun. Síðan hefur ekki linnt slíkum
hótunum í ýmsum gerfum í blöðum Sjálfstæðisflokksins.
Þessu svaraði verkamannafélagið Dagsbrún með ein-
róma ályktun á fjölmennum fundi svohljóðandi:
„Fundur í verkamannafélaginu Dagsbrún, haldinn 27. jan-
úar 1955 álítur óhjákvæmilegt að verkalýðurinn svari með
stjórnmálalegri einingu þeirri hótun ríkisstjómarinnar, að
gera að engu allar kjarabætur verkalýðsins með nýrri
gengislækkun eða öðrum ráðstöfunum.
Fundurinn skorar á verkalýðsflokkana og öll þau sam-
tök, sem vilja standa með verkalýðshreyfingunni, að taka
tafarlaust höndum saman gegn stefnu ríkisstjórnarinnar
og með það fyrir augum að hnekkja völdum hennar í næstu
Alþingiskosningum með kosningabandalagi alþýðunnar
um land allt.
Fundurinn beinir því til Alþýðusambands Islands að
beita sér fyrir því, að slíkt samstarf verkalýðsins komist á
sem f yrst og um leið skorar f undurinn á verkalýðsf élögin að
taka þetta mál á dagskrá og vinna ötullega að stjómmála-
legri einingu alþýðunnar gegn gengislækkun og kjaraskerð-
ingu, en fyrir myndun ríkisstjórnar, sem starfi að hags-
bótum fyrir alþýðuna og verkalýðshreyfingin því geti
stutt“.
Síðan hafa f jölmörg verkalýðsfélög samþykkt samskon-
ar ályktanir. Meðal verkalýðsins er nú hvarvetna vaxandi
skilningur á því, að pólitísk eining til þess að hnekkja