Réttur


Réttur - 01.05.1964, Síða 9

Réttur - 01.05.1964, Síða 9
R E T T U R 73 einir óskoraö vald á þróun atvinnulífsins og hagnýtingu íslenzkra auðlinda. Lánamöguleikar þjóðarinnar erlendis verði fyrst og fremst hagnýttir til framkvæmda á sviði raforku fyrir landsmenn sjálfa og til uppbyggingar nýrra þátta útflutningsiðnaðar, sem sér- staklega byggja á framleiðsluvörum sjávarútvegs og landbúnaðar. Gerð verði sérstök framkvæmdaáætlun til ákveðins tíma um full- vinnslu íslenzkra hráefna, sérstök lánakjör, vísindalega og tækni- lega aðstoð og markaðsöflun. * Miðstjórn Sósíalistaflokksins lítur svo á, að með heiðarlegri framkvæmd á framangreindum tillögum mætti á skömmum tíma leysa þann vanda, sem nú er við að glíma í efnahagsmálum landsins. Þannig mœtti stöðva dýrlíðarjlóðið, leggja grnndvöll að vinnufriði, leiðrétta launakjör vinnustéttanna og sleppa út úr þeim vítahring að ríkisvaldið sé í linnulausu stríði við alla launþega landsins. Ríkisstjórnin verður að átta sig á því, að áframhaldandi stríð við meirihluta þjóðarinnar, launþegana í landinu, er dæmt til að mis- takast. Hugmyndir skammsýnna afturhaldsmanna um að enn á ný skuli reynt að binda hendur verkalýðssamtakanna — einmitt nú eftir að stórfellt verðhækkunarflóð hefur skollið yfir síðustu mánuðina, milliliðum hefur verið heimilað að hækka álagningu um mörg himdruð milljónir króna — slíkar hugmyndir, ef reynt yrði að Jramkvœma þœr, gœtu ekki leilt til annars en nýrra stórátaka á milli launastéttanna og ríkisvaldsins með augljósu tapi fyrir þjóðar- heildina.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.