Réttur - 01.05.1964, Side 21
R E T T U R
85
staðreynd, að hún felur í sér bæði nákvæmni og varúð. Það eru fram-
leiðsluafstæðurnar í lieild sem hin hugmyndafræðilega yfirbygging
hvílir á. Ejrialegar umbreytingar þjóðfélagsins er hægt að greina
„með vísindalegri nákvæmni", en það á ekki við um andstæðuna:
hæga eða hraða umbreytingu hinnar hugmyndafræðilegu yfirbygg-
ingar. Framleiðsluhættir efnalífsins ákvarða ekki aðeins feril sam-
iélags og stjórnmála, heldur og vitsmunaferil lífsins, en þrátt fyrir
það — eins og Marx og Engels bentu oft á — verkar vitsmunafer-
illinn á þann efnalega: það er ekki til neitt mekanískt orsakasam-
hengi, aðeins díalektísk, gagnverkandi víxláhrif, og aðeins „þegar
öllu er á botninn hvolft“w) eru efnahagsafstæðurnar ákvarðandi.
Vér skulum því standa á verði gegn allri einföldun, ekki sízt i
listum og bókmenntum. 011 einföldun á því sviði ummyndar auð-
legð veruleikans í fátækt bláþrykk. Það er til nokkurs konar „sér-
lakastefna“ (abstraktionism“) í viðhorfi til lista, er skilgreinir
ekki hlutbundin listaverk, eða lifandi listamenn, í ljósi vaxtarferils
þeirra, en hugsar sér í upphafi dilka og dregur með gerræði
listamenn og verk þeirra í þessa dilka. Nómínalistar(* * myndu segja:
Guð skapaði heiminn, djöfullinn dilkana. Ósjaldan er mikill raun-
tæismálari dreginn í sama dilk og akademískur glansmyndamálari,
eða jafn mikilhæfir listamenn og Picasso, Léger, Moore, Neizvestni
ílokkaðir með konfektöskjumálurum kramaralistarinnar. Fullyrð-
ingar sem þessar: „Expressjónistar endurspegla hugmyndafræði-
lega yfirbyggingu úrkynjaðrar borgarastéttar“ eða afstrakt mál-
arar eru fulltrúar hugmyndafræðilegrar yfirbyggingar heims-
valdastefnunnar“, eru alltof handhægar bláþrykkskreddur. Séu
bókmenntir og listir aðeins hugmyndafræðileg yfirbygging á-
kveðinna samfélagsafstæðna efnahagslífsins, þá myndi listin falla
í gleymsku með þeim, þá myndum vér ekki skynja Iifandi list i
hinum fornu hellamálverkum, kviðum Hómers, gotneskum róðum
né sköpunarverkum renisansans. Það sem í raun og veru á sér stað
er það, að miðlungs listamenn er játast aðeins ríkjandi hugmynd-
um samtíðar sinnar — og verk þeirra eru þar af leiðandi ekkert
nema hugmyndafræðileg yfirbygging — eru dauðir og gleymdir
(eða þegar bezt lætur nothæfur efniviður í doktorsritgerðir); en öll
*) „in the last analyses" („in letzter Instanz"). Sbr. bréf Engels til J. Bloch,
skrifuð í London 21. sept. 1890. Þýð.
*) Nómínalistar halda því fram að almenn hugtök séu aðeins nöfn. Þýð.