Réttur - 01.05.1964, Page 50
HJALTI KRISTGEIRSSON:
Um pólitíska hagfræSi marxismans I.
Vinnugildi og gildisauki
Þegar Eva kom Adam til að eta af skilningstré góðs og ills, voru
þau hjúin rekin burt úr Edens fögrum Iund og sagt að fara og vinna
í sveita síns andlits. Seinna voru Adams börnum fleiri boðorð
gefin að frásögji Biblíunnar, og sífellt bætast fleiri við. Hver öld
hefur sín fyrirmæli um hegðun og hugsun. En svo mörg sem þau
eru orðin boðorðin, sem maðurinn hefur gefið sjálfum sér og kennt
við drottin á himnum, kónginn í Kaupinhöfn, samvizkuna í brjósti
sér eða þingið við Austurvöll, þá hefur hið gamla vinnuboðorð
Adams og Evu reynzt lífseigast og raunar allra boðorða æðst. Hjá
því boðorði kemst mannlegt samfélag aldrei. En annað mál er það,
að mjög er vinnunni misskipt milli einstaklinganna, bæði að magni
og gæðum, ef svo má segja. Það er misjafnt, hve þeir þurfa mikið
á sig að leggja, en störfin einnig svo ólík, að menn geta ekki nema
að takmörkuðu leyti komið hver í annars stað.
Ekki verður hér farið að þeim fræðimennskusið að útlista frá
heimspekilegum sjónarmiðum og djúpri speki, hverjar ástæður
vinnunnar séu, m. ö. o. hvers vegna maðurinn sé að leggja það á
sig að vinna. Það verður látið nægja að slá því föstu, að hverjum
manni sé — að öðru jöfnu — nauðsynlegt að vinna til þess að geta
séð fyrir margvíslegum þörfum sínum: fæði, klæðum, húsaskjóli,
andlegri dægradvöl. En við athugun kemur í ljós, að ekki býr hver
og einn til matinn, er hann neytir, ekki vefur hann klæðin, er hann
gengur í, né saumar þau saman, ekki steypir hann upp húsið né smíð-
ar það þak, er veita skal honum skjól (og þó! Furðulegt skipulags-
og samtakaleysi veldur því, að á íslandi verða margar fjölskyldur
að leggja það á sig að reisa sér þak með eigin höndum svo að segja,
án nýtízkulegra vinnuaðferða og tæknistigs þeirra). En yfirleitt
hlasir það hvarvetna við augum í nútímaþjóðfélagi, að hver ein-
staklingur um sig vinnur ekki beinlínis að fullnægingu eigin þarfa,
heldur skipta einstaklingar hvers þjóðfélags með sér verkum við